Mál númer 201305136
- 4. júní 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #628
Lagt fram viðbótarerindi Finns Inga Hermannssonar dags. 19.5.2014 þar sem óskað er eftir að gert verði ráð fyrir parhúsum á tveimur lóðanna í stað einbýlishúsa.
Afgreiðsla 369. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 27. maí 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #369
Lagt fram viðbótarerindi Finns Inga Hermannssonar dags. 19.5.2014 þar sem óskað er eftir að gert verði ráð fyrir parhúsum á tveimur lóðanna í stað einbýlishúsa.
Nefndin hafnar erindinu, þar sem um er að ræða minnstu einbýlislóðirnar á skipulagssvæðinu og nýtingarhlutfall þeirra skv. gildandi ákvæðum er þegar hið hæsta á svæðinu.
- 9. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #624
Tekið fyrir að nýju erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt tillöguteikningu, dagsett 10. mars 2014. Framhald umfjöllunar á 364. fundi.
Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 9. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #624
Lagt fram nýtt erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt tillöguteikningu, dagsett 10. mars 2014.
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
- 1. apríl 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #365
Tekið fyrir að nýju erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt tillöguteikningu, dagsett 10. mars 2014. Framhald umfjöllunar á 364. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að undirbúa tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Samþykki fyrir þessum breytingum er háð því að umsækjandi greiði þann kostnað sem hlýst af þeim, þar á meðal færslu reiðstígs.
- 25. mars 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #364
Lagt fram nýtt erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt tillöguteikningu, dagsett 10. mars 2014.
Frestað.
- 26. febrúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #621
Lagt fram nýtt erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt fylgigögnum, dagsett 31. janúar 2014. Frestað á 359. fundi.
Afgreiðsla 360. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 12. febrúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #620
Lagt fram nýtt erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt fylgigögnum, dagsett 31. janúar 2014.
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
- 11. febrúar 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #360
Lagt fram nýtt erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt fylgigögnum, dagsett 31. janúar 2014. Frestað á 359. fundi.
Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir erindinu.
- 4. febrúar 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #359
Lagt fram nýtt erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt fylgigögnum, dagsett 31. janúar 2014.
Frestað.
- 25. september 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #611
Erindi Finns Inga Hermannssonar, Garðars Jónssonar og Sigríðar Johnsen um færslu lóða nr. 20-30 við Reykjahvol um 10 m til austurs tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 344. fundi. Gerð var grein fyrir athugun á reiðvegamálum á svæðinu. Frestað á 348. fundi. Jóhanna B. Hansen sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla 349. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 17. september 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #349
Erindi Finns Inga Hermannssonar, Garðars Jónssonar og Sigríðar Johnsen um færslu lóða nr. 20-30 við Reykjahvol um 10 m til austurs tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 344. fundi. Gerð var grein fyrir athugun á reiðvegamálum á svæðinu. Frestað á 348. fundi. Jóhanna B. Hansen sat fundinn undir þessum lið.
Skipulagsnefnd synjar erindinu vegna annmarka á því að færa reiðstíg.
- 11. september 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #610
Erindi Finns Inga Hermannssonar, Garðars Jónssonar og Sigríðar Johnsen um færslu lóða nr. 20-30 við Reykjahvol um 10 m til austurs tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 344. fundi. Gerð verður grein fyrir athugun á reiðvegamálum á svæðinu.
Afgreiðsla 348. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
- 3. september 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #348
Erindi Finns Inga Hermannssonar, Garðars Jónssonar og Sigríðar Johnsen um færslu lóða nr. 20-30 við Reykjahvol um 10 m til austurs tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 344. fundi. Gerð verður grein fyrir athugun á reiðvegamálum á svæðinu.
Frestað.
- 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Finnur Ingi Hermannsson, Garðar Jónsson og Sigríður Johnsen óska með bréfi dags. 13.5.2013 eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi þannig að lóðir nr. 20-30 við Reykjahvol færist um 10 m til austurs.
Afgreiðsla 344. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 606. fundi bæjarstjórnar.
- 4. júní 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #344
Finnur Ingi Hermannsson, Garðar Jónsson og Sigríður Johnsen óska með bréfi dags. 13.5.2013 eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi þannig að lóðir nr. 20-30 við Reykjahvol færist um 10 m til austurs.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja nánari upplýsingar um reiðvegamál á svæðinu.