Mál númer 201403460
- 4. júní 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #628
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis þar sem eftirlitið hvetur til þess að Mosfellsbær láti kortleggja þá staði sem æskilegt er að hreinsa ofanvatn frá íbúðar og iðnaðarhverfum.
Afgreiðsla 1167. fundar bæjarráðs samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 28. maí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1167
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis þar sem eftirlitið hvetur til þess að Mosfellsbær láti kortleggja þá staði sem æskilegt er að hreinsa ofanvatn frá íbúðar og iðnaðarhverfum.
Samþykkt með þremur atkvæðum, í samræmi við minnisblað framkæmdastjóra umhverfissviðs, að heimila að útbúið verði fræðsluefni sem íbúar fái sent heim til sín. Þá verði unnin áætlun um útskiptingu rotþróa í hreinsivirki og unnar tillögur að hreinsun ofanvatns þar sem talin er þörf á því.
Framangreint verði unnið af hálfu samstarfsnefndar Heilbrigðiseftirlits og umhverfissviðs sem nú þegar er að störfum og hafa látið þessi mál til sín taka með góðum árangri. - 9. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #624
Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis þar sem eftirlitið hvetur til þess að Mosfellsbær láti kortleggja þá staði sem æskilegt er að hreinsa ofanvatn frá íbúðar og iðnaðarhverfum.
Afgreiðsla 1159. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 27. mars 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1159
Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis þar sem eftirlitið hvetur til þess að Mosfellsbær láti kortleggja þá staði sem æskilegt er að hreinsa ofanvatn frá íbúðar og iðnaðarhverfum.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs þar sem m.a. verði skoðað hvernig önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu standa að málum.