Mál númer 201403094
- 23. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #625
Nánari upplýsingar um sætisskeljar á Varmárvöll
Vegna framkvæmda á Varmárvelli.$line$Á þessu dæmi og mörgum öðrum er ljóst að breyta þarf verklagi við verðkannanir þannig að þær séu gerðar fyrir opnum tjöldum og auglýst með einhverjum fyrirvara að verðkönnun muni eiga sér stað. Íbúahreyfinginn leggur til að bæjarráð fari yfir reglur um verðkannanir og komi með tillögu um breytingu fyrir næsta bæjarstjórnarfund.$line$$line$Jón Jósef Bjarnason, Íbúahreyfingin.$line$$line$Fram kom málsmeðferðartillaga þess efnis að tillögunni verði vísað til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar og berist sú umsögn bæjarráði.$line$Tillagan borin upp og samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.$line$$line$$line$Afgreiðsla 1161. fundar bæjarráðs samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 10. apríl 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1161
Nánari upplýsingar um sætisskeljar á Varmárvöll
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mættur Sigurður Brynjar Guðmundsson (SBG) íþróttafulltrúi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við Á. Óskarsson ehf. um kaup á sætisskeljum.
- 9. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #624
Umhverfissvið óskar eftir heimild til að ganga til samninga um kaup á sætisskeljum í samræmi við fyrirliggjandi verðkönnun.
Afgreiðsla 1160. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 3. apríl 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1160
Umhverfissvið óskar eftir heimild til að ganga til samninga um kaup á sætisskeljum í samræmi við fyrirliggjandi verðkönnun.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir frekari gögnum í málinu sem lögð verði fyrir næsta fund bæjarráðs.
- 26. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #623
Óskað er eftir heimild til kaupa á 300 stk sætisskeljar í áhorfendapalla Varmárvallar. Þetta er eitt af skilyrðum KSÍ setur fyrir keppni í 1. deild.
Afgreiðsla 1157. fundar bæjarráðs samþykkt á 623. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 13. mars 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1157
Óskað er eftir heimild til kaupa á 300 stk sætisskeljar í áhorfendapalla Varmárvallar. Þetta er eitt af skilyrðum KSÍ setur fyrir keppni í 1. deild.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að framkvæma verðkönnun vegna innkaupa á sætisskeljum á áhorfendapalla í stúku á Varmárvelli.