Mál númer 201404003
- 9. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #624
Minnisblað lagt fram vegna afmælis Skólahljómsveitar.
Afgreiðsla 1160. fundar bæjarráðs samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 3. apríl 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1160
Minnisblað lagt fram vegna afmælis Skólahljómsveitar.
Í minnisblaði framkvæmdastjóra menningarsviðs segir að hefð sé fyrir því að veita stofnunum Mosfellsbæjar gjafir í tilefni af slíkum tímamótum. Skólahljómsveitin hefur óskað eftir því einu að gert verði átak í endurnýjun hljóðfæra hljómsveitarinnar sem mörg hver eru komin vel við aldur. Því er lagt til að bæjarráð samþykki að Skólahljómsveitinni verði veittar 500.000 til hljóðfærakaupa en upphæðin er til á fræðslusviði undir ýmsir styrkir 04-81, jafnframt að hugað verði að frekari þörfum hljómsveitarinnar við næstu fjárhagsáætlun.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita Skólahljómsveit Mosfellsbæjar 500 þúsund króna framlag til hljóðfærakaupa í tilefni 50 ára afmælis sveitarinnar.