Mál númer 201306072
- 7. maí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #626
Lögð fram lokadrög að friðlýsingaskilmálum, umsjónarsamningi og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum við Helgufoss í Mosfellsdal, til staðfestingar fyrir opið kynningarferli.
Afgreiðsla 150. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 626. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 23. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #625
Lögð fram til kynningar drög að skilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum við Helgufoss í Mosfellsdal. Frestað á 365. fundi.
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
- 22. apríl 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #150
Lögð fram lokadrög að friðlýsingaskilmálum, umsjónarsamningi og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum við Helgufoss í Mosfellsdal, til staðfestingar fyrir opið kynningarferli.
Fulltrúar M- og S-lista gera að tillögu sinni að fólkvangur í Bringum sem nú er í undirbúningi verði stækkaður, svæðið þrifið og ræktað upp, mörk fólkvangsins nái að mörkum Seljabrekku í norður og í vestur að mörkum Laxnesslands.
Tillaga um að vísa frá framangreindir tillögu um stækkun á friðlandi borin upp til atkvæða. Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu að vísa tillögunni frá.
Umhverfisnefnd samþykkir lokadrög að skilmálum, afmörkun svæðis og umsjónarsamnings vegna stofnunar fólkvangs í Bringum efst í Mosfellsdal og leggur til að málið verði sett í opið kynningarferli. Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einum.
- 15. apríl 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #366
Lögð fram til kynningar drög að skilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum við Helgufoss í Mosfellsdal. Frestað á 365. fundi.
Lagt fram til kynningar.
- 9. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #624
Lögð fram til kynningar drög að skilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum við Helgufoss í Mosfellsdal.
Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
- 1. apríl 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #365
Lögð fram til kynningar drög að skilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum við Helgufoss í Mosfellsdal.
Frestað.
- 26. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #623
Lögð fram yfirfarin drög Umhverfisstofnunar að friðlýsingaskilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum.
Afgreiðsla 149. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 623. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 13. mars 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #149
Lögð fram yfirfarin drög Umhverfisstofnunar að friðlýsingaskilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum.
Umhverfisnefnd samþykkir drög að friðlýsingarskilmálum og afmörkun væntanlegs fólkvangs í Bringum.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Lögð fram til kynningar fyrstu drög að friðlýsingaskilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum.
Afgreiðsla 145. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 14. nóvember 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #145
Lögð fram til kynningar fyrstu drög að friðlýsingaskilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum.
Bjarki Bjarnason formaður umhverfisnefndar kynnti tillögu að friðlýsingarskilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum. Samþykkt að halda vinnu áfram samkvæmt þeirri verkáætlun sem kynnt var á fundinum.