Mál númer 201403528
- 9. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #624
Stóra upplestrarkeppnin árið 2014 hefur farið fram. Farið verður yfir hvernig til tókst og aðrar hugmyndir að verkefnum fyrir eldri og yngri grunnskólanemendur.
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
- 1. apríl 2014
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #294
Stóra upplestrarkeppnin árið 2014 hefur farið fram. Farið verður yfir hvernig til tókst og aðrar hugmyndir að verkefnum fyrir eldri og yngri grunnskólanemendur.
Farið var yfir hugmyndir um þróun verkefna sem tengjast eflingu lesturs og íslensks máls.
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með árangur í Stóru upplestrarkeppninni, en allir 7. bekkingar taka þátt í henni. Nefndin hvetur skólana að grunnskólabörn fái árlega að spreyta sig á verkefnum sem eflir málþroska þeirra og bætir getu þeirra til tjáningar á íslensku máli.