Mál númer 201401122
- 9. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #624
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var grenndarkynnt 21.2.2014 með athugasemdafresti til 24.3.2014. Engin athugasemd hefur borist.
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 25. mars 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #364
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var grenndarkynnt 21.2.2014 með athugasemdafresti til 24.3.2014. Engin athugasemd hefur borist.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar.
- 12. febrúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #620
Gerð grein fyrir viðræðum við umsækjanda, og lögð fram endurskoðuð tillaga hans þar sem gert er ráð fyrir byggingu bílskúra.
Afgreiðsla 359. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 4. febrúar 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #359
Gerð grein fyrir viðræðum við umsækjanda, og lögð fram endurskoðuð tillaga hans þar sem gert er ráð fyrir byggingu bílskúra.
Skipulagsnefnd samþykkir með 4 atkvæðum að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi til grenndarkynningar.
Fulltrúi íbúahreyfingarinnar situr hjá við afgreiðslu málsins. - 29. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #619
Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt spyrst 9.1.2014 f.h. AGH eigna ehf. fyrir um það hvort leyft yrði að fjölga íbúðum á lóðinni um tvær, sbr. meðfylgjandi teikningu.
Afgreiðsla 358. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 21. janúar 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #358
Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt spyrst 9.1.2014 f.h. AGH eigna ehf. fyrir um það hvort leyft yrði að fjölga íbúðum á lóðinni um tvær, sbr. meðfylgjandi teikningu.
Skipulagsnefnd felur embættismönnum að koma sjónarmiðum nefndarinnar á framfæri við umsækjendur.