Mál númer 201403446
- 5. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #637
Erindi íbúa í Miðdal, Dallandi og Þormóðsdal þar sem skorað er á Mosfellsbæ að veita ekki framkvæmdaleyfi fyrir námarekstri í Þormóðsdal.
Afgreiðsla 1185. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. október 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1185
Erindi íbúa í Miðdal, Dallandi og Þormóðsdal þar sem skorað er á Mosfellsbæ að veita ekki framkvæmdaleyfi fyrir námarekstri í Þormóðsdal.
Samþykkt með þremur atkvæðum að svara bréfriturum því að tímabundið framkvæmdaleyfi hafi verið veitt og í skilyrðum leyfisins er tekið á þeim punktum sem bréfritarar fjalla um í erindi sínu.
- 10. júlí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1172
Skipulagsstofnun óskar 10.6.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Frestur er gefinn til 4. júlí 2014.
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 2. júlí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #631
Skipulagsstofnun óskar 10.6.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Erindið verður einnig lagt fyrir skipulagsnefnd. Frestur til að gefa umsögn er gefinn til 4. júlí 2014.
Afgreiðsla 151. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 631. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. júlí 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #370
Skipulagsstofnun óskar 10.6.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Frestur er gefinn til 4. júlí 2014.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða umsögn og felur bæjarverkfræðingi að senda hana til skipulagsstofnunar þar sem meðal annars er gerð krafa um eftirlit Mosfellsbæjar á verktíma, bætt ástand vega, rykmengun, verndun stuðlabergs sem í ljós kemur við efnisvinnslu og að hnykkt verði á með hvaða hætti gengið verður frá svæðinu á verktíma og að námuvinnslu lokinni.
- 26. júní 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #151
Skipulagsstofnun óskar 10.6.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Erindið verður einnig lagt fyrir skipulagsnefnd. Frestur til að gefa umsögn er gefinn til 4. júlí 2014.
Umhverfisnefnd felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að vinna umsögn í samræmi við minnispunkta sem lagðir voru fram á fundinum. Samþykkt með fimm atkvæðum.
- 9. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #624
Skipulagsstofnun óskar 20.3.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu Eflu verkfræðistofu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Frestur er gefinn til 7. apríl 2014. Frestað á 364. fundi.
Afgreiðsla 365. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 624. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 9. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #624
Skipulagsstofnun óskar 20.3.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu Eflu verkfræðistofu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Frestur er gefinn til 7. apríl 2014.
Afgreiðsla 364. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 624. fundi bæjarstjórnar.
- 1. apríl 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #365
Skipulagsstofnun óskar 20.3.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu Eflu verkfræðistofu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Frestur er gefinn til 7. apríl 2014. Frestað á 364. fundi.
Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að í væntanlegu umhverfismati verði fjallað um stuðlabergsmyndanir sem koma í ljós við vinnsluna og hvernig frágangi verði háttað með tilliti til þeirra.
- 25. mars 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #364
Skipulagsstofnun óskar 20.3.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu Eflu verkfræðistofu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Frestur er gefinn til 7. apríl 2014.
Frestað.