Framkvæmdir við nýja biðstöð við Aðaltún – Upplýsingarfundur
Haldinn verður opinn fundur í Listasal Mosfellsbæjar, Þverholti 2 þann 2. júní 2016 kl. 16-17, þar sem kynntar verða framkvæmdir við nýja biðstöð strætisvagna við Aðaltún og lokun Aðaltúns við Vesturlandsveg. Fulltrúar Mosfellsbæjar, hönnuða og Vegagerðar munu vera á staðnum til að fara yfir framkvæmdirnar og svara spurningum áhugasamra.
Tjaldsvæði í Mosfellsbæ opnar 1. júní 2016
Tjaldsvæðið í Mosfellsbæ er staðsett í hjarta bæjarins, norðan við íþróttamiðstöðina á Varmársvæðinu, með fallegu útsýni yfir neðri hluta Varmár, Leirvoginn og Leirvogsána.
Vortónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar 30. maí 2016
Mánudaginn 30. maí verður Skólahljómsveit Mosfellsbæjar með vortónleika í Langholtskirkju kl. 20:00.
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2016 - Hægt að tilnefna til 1. júní
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2016.
2 tillögur í Mosfellsdal: Hraðastaðir 1 - deiliskipulag, og Lundur - deiliskipulagsbreyting
Í tillögu fyrir Hraðastaði 1 er markaður byggingareitur fyrir tvö lítil aðstöðuhús á lóðinni, í tillögu fyrir Lund eru markaðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús og gróðurhús á vesturhluta landsins, og tenging við Þingvallaveg færð austast á landið. Athugasemdafrestur til 8. júlí.
Mosfellsbær styrkir 10 efnileg ungmenni 2016
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum styrki til efnilegra ungmenna á aldrinum 14-20 ára.
Í túninu heima 2016 - Vilt þú taka þátt?
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima verður haldin dagana 26. – 28. ágúst.
Íbúar í Kjósarhreppi og Mosfellsbæ athugið!
Íbúar sveitarfélaganna sem hyggjast taka börn til dvalar gegn gjaldi sumarið 2016, ber samkvæmt 86. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 að sækja um leyfi til barnaverndarnefndar. Umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum skal skilað á Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, Þverholti 2, (þjónustuver 2. hæð). Frekari upplýsingar veita deildarstjóri barnaverndar og ráðgjafadeildar Mosfellsbæjar í síma 525 6700.
Íbúar í Kjósarhreppi og Mosfellsbæ athugið!
Íbúar sveitarfélaganna sem hyggjast taka börn til dvalar gegn gjaldi sumarið 2016, ber samkvæmt 86. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 að sækja um leyfi til barnaverndarnefndar. Umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum skal skilað á Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, Þverholti 2, (þjónustuver 2. hæð). Frekari upplýsingar veita deildarstjóri barnaverndar og ráðgjafadeildar Mosfellsbæjar í síma 525 6700.
Íbúar í Kjósarhreppi og Mosfellsbæ athugið!
Íbúar sveitarfélaganna sem hyggjast taka börn til dvalar gegn gjaldi sumarið 2016, ber samkvæmt 86. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 að sækja um leyfi til barnaverndarnefndar. Umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum skal skilað á Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, Þverholti 2, (þjónustuver 2. hæð). Frekari upplýsingar veita deildarstjóri barnaverndar og ráðgjafadeildar Mosfellsbæjar í síma 525 6700.
Blóðbíllinn verður á Miðbæjartorgi 26. maí milli kl. 8:00 - 14:00
Blóðbíllinn verður í Mosfellsbæ næstkomandi fimmtudag 26. maí milli kl. 8:00 – 14:00.
Hvaða sveitarfélag hreyfir sig mest?
Hreyfa Mosfellingar sig meira en Garðbæingar? Borða Akureyringar meira af grænmeti og ávöxtum en Húsvíkingar? Hjóla lattélepjandi íbúar í 101 meira en Suðurnesjamenn? Hvaða sveitarfélag stundar heilbrigðasta lífsstílinn? Í Hreyfivikunni í ár verður boðið upp á skemmtilega keppni á milli sveitarfélaga, sem og póstnúmera innan sveitarfélaga, í gegnum heilsuleikinn Sidekick. Sidekick er einfaldur, myndrænn og skemmtilegur snjallsímaleikur, gerður af heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækinu SidekickHealth sem stofnað var af tveimur íslenskum læknum.
Hvaða sveitarfélag hreyfir sig mest?
Hreyfa Mosfellingar sig meira en Garðbæingar? Borða Akureyringar meira af grænmeti og ávöxtum en Húsvíkingar? Hjóla lattélepjandi íbúar í 101 meira en Suðurnesjamenn? Hvaða sveitarfélag stundar heilbrigðasta lífsstílinn? Í Hreyfivikunni í ár verður boðið upp á skemmtilega keppni á milli sveitarfélaga, sem og póstnúmera innan sveitarfélaga, í gegnum heilsuleikinn Sidekick. Sidekick er einfaldur, myndrænn og skemmtilegur snjallsímaleikur, gerður af heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækinu SidekickHealth sem stofnað var af tveimur íslenskum læknum.
Hvaða sveitarfélag hreyfir sig mest?
Hreyfa Mosfellingar sig meira en Garðbæingar? Borða Akureyringar meira af grænmeti og ávöxtum en Húsvíkingar? Hjóla lattélepjandi íbúar í 101 meira en Suðurnesjamenn? Hvaða sveitarfélag stundar heilbrigðasta lífsstílinn? Í Hreyfivikunni í ár verður boðið upp á skemmtilega keppni á milli sveitarfélaga, sem og póstnúmera innan sveitarfélaga, í gegnum heilsuleikinn Sidekick. Sidekick er einfaldur, myndrænn og skemmtilegur snjallsímaleikur, gerður af heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækinu SidekickHealth sem stofnað var af tveimur íslenskum læknum.
Hreyfivika UMFÍ 2016 og göngur í Mosfellsbæ með Ferðafélagi Íslands
Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 23. til 29. maí næstkomandi.
Mosfellsbær auglýsir eftir öflugum stjórnanda í starf framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs
Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar stýrir starfsemi sviðsins í samræmi við lög og reglugerðir. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á stefnumótunarvinnu og áætlanagerð auk annarra verkefna sem til falla innan málaflokksins. Hlutverk fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar er að veita börnum og ungmennum í sveitarfélaginu bestu mögulega menntun á hverjum tíma og vera faglegt forystuafl í menntamálum auk þess að styðja við virkt starf og þátttöku í íþrótta- æskulýðs og tómstundastarfi.
Mosfellsbær auglýsir eftir öflugum stjórnanda í starf framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs
Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar stýrir starfsemi sviðsins í samræmi við lög og reglugerðir. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á stefnumótunarvinnu og áætlanagerð auk annarra verkefna sem til falla innan málaflokksins. Hlutverk fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar er að veita börnum og ungmennum í sveitarfélaginu bestu mögulega menntun á hverjum tíma og vera faglegt forystuafl í menntamálum auk þess að styðja við virkt starf og þátttöku í íþrótta- æskulýðs og tómstundastarfi.
Mosfellsbær auglýsir eftir öflugum stjórnanda í starf framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs
Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar stýrir starfsemi sviðsins í samræmi við lög og reglugerðir. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á stefnumótunarvinnu og áætlanagerð auk annarra verkefna sem til falla innan málaflokksins. Hlutverk fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar er að veita börnum og ungmennum í sveitarfélaginu bestu mögulega menntun á hverjum tíma og vera faglegt forystuafl í menntamálum auk þess að styðja við virkt starf og þátttöku í íþrótta- æskulýðs og tómstundastarfi.
Tímabili frístundaávísunar lýkur 31. maí 2016
Íþrótta og tómstundanefnd Mosfellsbæjar minnir góðfúslega á að frístundaávísun vegna 2015-2016 gildir nú út skólaárið.
Opið fyrir umsóknir vegna sýningarhalds í Listasal Mosfellsbæjar á árinu 2017
Óskað er eftir umsóknum um einka- og samsýningar.