Í tillögu fyrir Hraðastaði 1 er markaður byggingareitur fyrir tvö lítil aðstöðuhús á lóðinni, í tillögu fyrir Lund eru markaðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús og gróðurhús á vesturhluta landsins, og tenging við Þingvallaveg færð austast á landið. Athugasemdafrestur til 8. júlí.
2 skipulagstillögur í Mosfellsdal:
Hraðastaðir 1 – deiliskipulag
Lundur – deiliskipulagsbreyting
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 neðangreinda tillögu að deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga neðangreinda tillögu að breytingum á deiliskipulagi:
Hraðastaðir 1 Mosfellsdal, tillaga að deiliskipulagi
Á lóðinni stendur gamla íbúðarhúsið að Hraðastöðum, eitt elsta hús í Mosfellsbæ. Lóðin er utan deiliskipulags, en tilgangur með tillögu að deiliskipulagi er fyrst og fremst að skilgreina byggingarreit fyrir tvö aðstöðuhús sem fyrirhugað er að reisa norðan gamla hússins.
Lundur Mosfellsdal tillaga að deiliskipulagsbreytingum
Í gildandi deiliskipulagi frá 2010 er skipulag vesturhluta landsins ekki útfært. Breytingartillagan gengur m.a. út á að skilgreina byggingarreit fyrir íbúðarhús og tvo byggingarreiti fyrir gróðurhús á þessum hluta landsins og setja skilmála um þessar byggingar. Einnig er gerð tillaga um að tenging Lundar við Þingvallaveg færist og verði inn á landið austast, og að frá henni verði möguleiki á vegtengingu inn á land Mosfellsbæjar norðan Lundar.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 27. maí 2016 til og með 8. júlí 2016, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 8. júlí 2016.
25. maí 2016,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar