Hreyfa Mosfellingar sig meira en Garðbæingar? Borða Akureyringar meira af grænmeti og ávöxtum en Húsvíkingar? Hjóla lattélepjandi íbúar í 101 meira en Suðurnesjamenn? Hvaða sveitarfélag stundar heilbrigðasta lífsstílinn? Í Hreyfivikunni í ár verður boðið upp á skemmtilega keppni á milli sveitarfélaga, sem og póstnúmera innan sveitarfélaga, í gegnum heilsuleikinn Sidekick. Sidekick er einfaldur, myndrænn og skemmtilegur snjallsímaleikur, gerður af heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækinu SidekickHealth sem stofnað var af tveimur íslenskum læknum.
Hreyfa Mosfellingar sig meira en Garðbæingar? Borða Akureyringar meira af grænmeti og ávöxtum en Húsvíkingar? Hjóla lattélepjandi íbúar í 101 meira en Suðurnesjamenn? Hvaða sveitarfélag stundar heilbrigðasta lífsstílinn?
Í Hreyfivikunni í ár verður boðið upp á skemmtilega keppni á milli sveitarfélaga, sem og póstnúmera innan sveitarfélaga, í gegnum heilsuleikinn Sidekick. Sidekick er einfaldur, myndrænn og skemmtilegur snjallsímaleikur, gerður af heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækinu SidekickHealth sem stofnað var af tveimur íslenskum læknum. Leikurinn byggir á umfangsmiklu rannsóknarstarfi við Háskóla Íslands, Karolinska-sjúkrahúsið, Sænsku sykursýkissamtökin, Harvard, MIT Media Lab og Massachussetts General sjúkrahúsið í Boston.
Í Sidekick skrá þátttakendur t.d. hversu mikið þeir hreyfa sig og hversu oft þeir borða ávexti eða grænmeti og sinna streitustjórn meðan á Hreyfivikunni stendur og safna þannig stigum fyrir sig og sitt sveitarfélag. Með virkni sinni í Sidekick safna notendur vatni handa börnum í neyð sem UNICEF, samstarfsaðili SidekickHealth, sér um að dreifa þar sem þörfin er mest hverju sinni. Nú þegar hafa Sidekick notendur, með heilsueflingu sinni, safnað yfir 200.000 lítrum af hreinu vatni handa börnum í neyð.
Hér er hlekkur á stutt kynningarmyndband um Sidekick
Keppnin er aðallega til gamans gerð en að sjálfsögðu með það að markmiði að hvetja fólk um land allt til að stunda heilbrigðan lífsstíl.
Til að taka þátt sækja þátttakendur heilsuleikinn Sidekick í snjallsímann sinn (App Store eða Google Play). Til að virkja skráninguna og keppa fyrir sitt póstnúmer og sveitarfélag skrá þátttakendur inn póstnúmerið sem þeir ætla að keppa fyrir (Breiðhyltingar setja t.d. inn 109). Þegar inn í Sidekick heilsuleikinn er komið er öll sú hreyfing sem fólk stundar (dans, göngutúrar, hlaup, sund o.s.frv.) skráð með afar einföldum og myndrænum hætti ásamt æfingum í mataræðis- og streitustjórn. Því meiri heilsuefling, því fleiri stig!