Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. maí 2016

    Hreyfa Mos­fell­ing­ar sig meira en Garð­bæ­ing­ar? Borða Ak­ur­eyr­ing­ar meira af græn­meti og ávöxt­um en Hús­vík­ing­ar? Hjóla lattélepj­andi íbú­ar í 101 meira en Suð­ur­nesja­menn? Hvaða sveit­ar­fé­lag stund­ar heil­brigð­asta lífs­stíl­inn? Í Hreyfi­vik­unni í ár verð­ur boð­ið upp á skemmti­lega keppni á milli sveit­ar­fé­laga, sem og póst­núm­era inn­an sveit­ar­fé­laga, í gegn­um heilsu­leik­inn Si­dekick. Si­dekick er ein­fald­ur, mynd­rænn og skemmti­leg­ur snjallsíma­leik­ur, gerð­ur af heil­brigð­is­hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­inu Si­dekickHealth sem stofn­að var af tveim­ur ís­lensk­um lækn­um.

    Hreyfa Mos­fell­ing­ar sig meira en Garð­bæ­ing­ar? Borða Ak­ur­eyr­ing­ar meira af græn­meti og ávöxt­um en Hús­vík­ing­ar? Hjóla lattélepj­andi íbú­ar í 101 meira en Suð­ur­nesja­menn? Hvaða sveit­ar­fé­lag stund­ar heil­brigð­asta lífs­stíl­inn?


    Í Hreyfi­vik­unni í ár verð­ur boð­ið upp á skemmti­lega keppni á milli sveit­ar­fé­laga, sem og póst­núm­era inn­an sveit­ar­fé­laga, í gegn­um heilsu­leik­inn Si­dekick. Si­dekick er ein­fald­ur, mynd­rænn og skemmti­leg­ur snjallsíma­leik­ur, gerð­ur af heil­brigð­is­hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­inu Si­dekickHealth sem stofn­að var af tveim­ur ís­lensk­um lækn­um. Leik­ur­inn bygg­ir á um­fangs­miklu rann­sókn­ar­starfi við Há­skóla Ís­lands, Karol­inska-sjúkra­hús­ið, Sænsku syk­ur­sýk­is­sam­tökin, Har­vard, MIT Med­ia Lab og Massachus­setts General sjúkra­hús­ið í Boston.

    Í Si­dekick skrá þátt­tak­end­ur t.d. hversu mik­ið þeir hreyfa sig og hversu oft þeir borða ávexti eða græn­meti og sinna streit­u­stjórn með­an á Hreyfi­vik­unni stend­ur og safna þann­ig stig­um fyr­ir sig og sitt sveit­ar­fé­lag. Með virkni sinni í Si­dekick safna not­end­ur vatni handa börn­um í neyð sem UNICEF, sam­starfs­að­ili Si­dekickHealth, sér um að dreifa þar sem þörfin er mest hverju sinni. Nú þeg­ar hafa Si­dekick not­end­ur, með heilsu­efl­ingu sinni, safn­að yfir 200.000 lítr­um af hreinu vatni handa börn­um í neyð.

    Hér er hlekk­ur á stutt kynn­ing­ar­mynd­band um Si­dekick 

    Keppn­in er að­al­lega til gamans gerð en að sjálf­sögðu með það að mark­miði að hvetja fólk um land allt til að stunda heil­brigð­an lífs­stíl.

    Til að taka þátt sækja þátt­tak­end­ur heilsu­leik­inn Si­dekick í snjallsím­ann sinn (App Store eða Google Play). Til að virkja skrán­ing­una og keppa fyr­ir sitt póst­núm­er og sveit­ar­fé­lag skrá þátt­tak­end­ur inn póst­núm­er­ið sem þeir ætla að keppa fyr­ir (Breið­hylt­ing­ar setja t.d. inn 109). Þeg­ar inn í Si­dekick heilsu­leik­inn er kom­ið er öll sú hreyf­ing sem fólk stund­ar (dans, göngu­túr­ar, hlaup, sund o.s.frv.) skráð með afar ein­föld­um og mynd­ræn­um hætti ásamt æf­ing­um í mataræð­is- og streit­u­stjórn. Því meiri heilsu­efl­ing, því fleiri stig!

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00