Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar stýrir starfsemi sviðsins í samræmi við lög og reglugerðir. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á stefnumótunarvinnu og áætlanagerð auk annarra verkefna sem til falla innan málaflokksins. Hlutverk fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar er að veita börnum og ungmennum í sveitarfélaginu bestu mögulega menntun á hverjum tíma og vera faglegt forystuafl í menntamálum auk þess að styðja við virkt starf og þátttöku í íþrótta- æskulýðs og tómstundastarfi.
Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar stýrir starfsemi sviðsins í samræmi við lög og reglugerðir. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á stefnumótunarvinnu og áætlanagerð auk annarra verkefna sem til falla innan málaflokksins. Hlutverk fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar er að veita börnum og ungmennum í sveitarfélaginu bestu mögulega menntun á hverjum tíma og vera faglegt forystuafl í menntamálum auk þess að styðja við virkt starf og þátttöku í íþrótta- æskulýðs og tómstundastarfi.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Framkvæmdastjóri er ráðin af bæjarstjórn, heyrir beint undir bæjarstjóra og er hluti af framkvæmdastjórn bæjarins.
Helstu verkefni:
- Dagleg stjórnun og rekstur sviðsins
- Umsjón með rekstri stofnana sem heyra undir sviðið
- Gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar í fræðslu- frístunda- og íþróttamálum
- Annast kostnaðareftirlit með tekju- og rekstardeildum fræðslusviðs og gerir tillögur að hagræðingu í rekstri stofnana
- Stefnumótun og þróun ásamt innleiðingu nýrra áherslna og úrræða í fræðslu- og frístundamálum
- Stuðlar að samræmdum verkferlum og gegnsæjum samskiptum milli stofnana sviðsins
- Undirbúningur mála fyrir fræðslunefnd ásamt ábyrgð og eftirfylgni með ákvörðunum hennar
- Umsjón með eftirliti og mati á skóla- og frístundastarfi og eftirfylgni þess
- Eftirlit með skólahaldi í skólum bæjarins og samræmir starf þeirra
- Mótun og eftirfylgni íþrótta- og tómstundamála
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði, menntun á framhaldsstigi er æskileg
- Stjórnunar- og rekstrarreynsla er skilyrði
- Mjög góð reynsla af stefnumótunarvinnu og áætlanagerð er skilyrði
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
- Víðtæk þekking og reynsla á málefnum leik- og grunnskóla ásamt frístundastarfi er æskileg
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar og geta til að tjá sig í ræðu og riti
- Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi
- Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra til árangurs í starfi er nauðsynleg
Umsóknarfrestur er til 05. júní 2016.
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu Mosfellsbæjar en auk þess veitir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri upplýsingar í síma 525 6700. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.