Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. maí 2016

    Fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs Mos­fells­bæj­ar stýr­ir starf­semi sviðs­ins í sam­ræmi við lög og reglu­gerð­ir. Fram­kvæmda­stjóri ber ábyrgð á stefnu­mót­un­ar­vinnu og áætlana­gerð auk ann­arra verk­efna sem til falla inn­an mála­flokks­ins. Hlut­verk fræðslu- og frí­stunda­sviðs Mos­fells­bæj­ar er að veita börn­um og ung­menn­um í sveit­ar­fé­lag­inu bestu mögu­lega mennt­un á hverj­um tíma og vera fag­legt for­ystu­afl í mennta­mál­um auk þess að styðja við virkt starf og þátt­töku í íþrótta- æsku­lýðs og tóm­stund­astarfi.

    Fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs Mos­fells­bæj­ar stýr­ir starf­semi sviðs­ins í sam­ræmi við lög og reglu­gerð­ir. Fram­kvæmda­stjóri ber ábyrgð á stefnu­mót­un­ar­vinnu og áætlana­gerð auk ann­arra verk­efna sem til falla inn­an mála­flokks­ins. Hlut­verk fræðslu- og frí­stunda­sviðs Mos­fells­bæj­ar er að veita börn­um og ung­menn­um í sveit­ar­fé­lag­inu bestu mögu­lega mennt­un á hverj­um tíma og vera fag­legt for­ystu­afl í mennta­mál­um auk þess að styðja við virkt starf og þátt­töku í íþrótta- æsku­lýðs og tóm­stund­astarfi.

    Mos­fells­bær er öfl­ugt og fram­sæk­ið sveit­ar­fé­lag þar sem gild­in virð­ing, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggja eru leið­ar­ljós starfs­manna í dag­legu starfi. Fram­kvæmda­stjóri er ráð­in af bæj­ar­stjórn, heyr­ir beint und­ir bæj­ar­stjóra og er hluti af fram­kvæmda­stjórn bæj­ar­ins.

    Helstu verk­efni:

    • Dag­leg stjórn­un og rekst­ur sviðs­ins 
    • Um­sjón með rekstri stofn­ana sem heyra und­ir svið­ið 
    • Gerð og fram­kvæmd fjár­hags­áætl­un­ar í fræðslu- frí­stunda- og íþrótta­mál­um 
    • Ann­ast kostn­að­ar­eft­ir­lit með tekju- og rekst­ar­deild­um fræðslu­sviðs og ger­ir til­lög­ur að hag­ræð­ingu í rekstri stofn­ana
    • Stefnu­mót­un og þró­un ásamt inn­leið­ingu nýrra áherslna og úr­ræða í fræðslu- og   frí­stunda­mál­um 
    • Stuðl­ar að sam­ræmd­um verk­ferl­um og gegn­sæj­um sam­skipt­um milli stofn­ana sviðs­ins 
    • Und­ir­bún­ing­ur mála fyr­ir fræðslu­nefnd ásamt ábyrgð og eft­ir­fylgni með ákvörð­un­um henn­ar
    • Um­sjón með eft­ir­liti og mati á skóla- og frí­stund­astarfi og eft­ir­fylgni þess
    • Eft­ir­lit með skóla­haldi í skól­um bæj­ar­ins og sam­ræm­ir starf þeirra
    • Mót­un og eft­ir­fylgni íþrótta- og tóm­stunda­mála 

    Mennt­un­ar- og hæfni­kröf­ur:

    • Há­skóla­mennt­un sem nýt­ist í starfi er skil­yrði, mennt­un á fram­halds­stigi er æski­leg
    • Stjórn­un­ar- og rekstr­ar­reynsla er skil­yrði
    • Mjög góð reynsla af stefnu­mót­un­ar­vinnu og áætlana­gerð er skil­yrði
    • Þekk­ing og reynsla af op­in­berri stjórn­sýslu er kost­ur
    • Víð­tæk þekk­ing og reynsla á mál­efn­um leik- og grunn­skóla ásamt frí­stund­astarfi er æski­leg
    • Framúrsk­ar­andi sam­skipta­hæfi­leik­ar og geta til að tjá sig í ræðu og riti
    • Frum­kvæði, sjálf­stæði og metn­að­ur í starfi
    • Leið­toga­hæfi­leik­ar og geta til að hvetja aðra til ár­ang­urs í starfi er nauð­syn­leg

    Um­sókn­ar­frest­ur er til 05. júní 2016.

    Um­sókn­ir ásamt starfs­fer­ils­skrá og kynn­ing­ar­bréfi sem grein­ir frá ástæðu um­sókn­ar og rök­stuðn­ingi fyr­ir hæfni í starf­ið skulu berast á net­fang­ið mos@mos.is. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um starf­ið er að finna á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar en auk þess veit­ir Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri upp­lýs­ing­ar í síma 525 6700. Um fram­tíð­ar­starf er að ræða. Öll­um um­sókn­um verð­ur svarað. Laun eru sam­kvæmt kjara­samn­ingi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og við­kom­andi stétt­ar­fé­lags. Við hvetj­um fólk af báð­um kynj­um til að sækja um starf­ið.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00