Gjöf til barna landsins í tilefni af 60 ára afmæli Nóbelsverðlauna Halldórs Laxness
Verið velkomin í Varmárskóla í Mosfellsbæ hinn 10. desember 2015 kl. 13:00.
Röskun á ferðaþjónustu, heimaþjónustu og matarþjónustu 7. desember 2015
Vegna veðurs verður röskun á ferðaþjónustu, heimaþjónustu og matarþjónustu í Mosfellsbæ sem og annarsstaðar.
Reykjavik: Don't leave the house after 5 pm
The Civil Protection in Iceland has issued a statement warning people in South Iceland to stay put after 12 noon and people in Reykjavik and all other parts of Iceland to stay put after 5 pm this afternoon. The magnitude of the approaching storm is so great that such conditions occur only every 10 to 20 years, reports The Iceland Civil Protection.
Reykjavik: Don't leave the house after 5 pm
The Civil Protection in Iceland has issued a statement warning people in South Iceland to stay put after 12 noon and people in Reykjavik and all other parts of Iceland to stay put after 5 pm this afternoon. The magnitude of the approaching storm is so great that such conditions occur only every 10 to 20 years, reports The Iceland Civil Protection.
Foreldrar/forráðamenn sæki börnin sín fyrir kl. 16:00
Lýst hefur verið yfir óvissuástandi á höfuðborgarsvæðinu. Íbúum höfuðborgarsvæðisins er ráðlagt að vera ekki á ferðinni eftir klukkan 17.00 í dag. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að sækja börn sín tímalega á leikskóla Mosfellsbæjar þ.e. ekki síðar en klukkan 16.00 til að starfsfólk skólanna komist örugglega heim. Sama gildir um frístundasel allra skólanna.
Foreldrar/forráðamenn sæki börnin sín fyrir kl. 16:00
Lýst hefur verið yfir óvissuástandi á höfuðborgarsvæðinu. Íbúum höfuðborgarsvæðisins er ráðlagt að vera ekki á ferðinni eftir klukkan 17.00 í dag. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að sækja börn sín tímalega á leikskóla Mosfellsbæjar þ.e. ekki síðar en klukkan 16.00 til að starfsfólk skólanna komist örugglega heim. Sama gildir um frístundasel allra skólanna.
Ráðstafanir vegna óveðurs
Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra er ekki ráðlegt að vera á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu eftir klukkan 17:00 í dag. Gera má ráð fyrir mikilli ófærð á landinu. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að sækja börn sín tímalega á leikskóla Mosfellsbæjar þ.e. ekki síðar en klukkan 16.00 til að starfsfólk skólanna komist örugglega heim. Sama gildir um frístundasel allra skólanna. Nánari upplýsingar um þjónustu Mosfellsbæjar verða hér á heimasíðunni og eins má sjá upplýsingar um veðrið á vefsíðu Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is og í upplýsingasíma 1777 og 1779 og á vefsíðu Veðurstofunnar www.vedur.is.
Ráðstafanir vegna óveðurs
Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra er ekki ráðlegt að vera á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu eftir klukkan 17:00 í dag. Gera má ráð fyrir mikilli ófærð á landinu. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að sækja börn sín tímalega á leikskóla Mosfellsbæjar þ.e. ekki síðar en klukkan 16.00 til að starfsfólk skólanna komist örugglega heim. Sama gildir um frístundasel allra skólanna. Nánari upplýsingar um þjónustu Mosfellsbæjar verða hér á heimasíðunni og eins má sjá upplýsingar um veðrið á vefsíðu Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is og í upplýsingasíma 1777 og 1779 og á vefsíðu Veðurstofunnar www.vedur.is.
Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 2015
Á næstunni er mikið um að vera í Listaskólanum.
Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 2015
Á næstunni er mikið um að vera í Listaskólanum. Jólatónleikar Listaskólans í desember eru 15 talsins. Dagskráin er með ansi fjölbreyttu sniði og fara fram víða í sveitarfélaginu. Hér má sjá dagskrá næstu daga. Allir hjartanlega velkomnir.
Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2015
Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2015 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 21. janúar 2016 kl. 19:00. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.
Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2015
Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2015 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 21. janúar 2016 kl. 19:00. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.
Fjárhagsáætlun 2016 ásamt þriggja ára áætlun samþykkt í Bæjarstjórn Mosfellsbæjar
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti í gær fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 ásamt þriggja ára áætlun.
Fjárhagsáætlun 2016 ásamt þriggja ára áætlun samþykkt í Bæjarstjórn Mosfellsbæjar
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti í gær fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 ásamt þriggja ára áætlun. Heildartekjur á næsta ári eru áætlaðar rúmlega sjö milljarðar og veltufé frá rekstri er áætlað um 10% af heildartekjum. Leikskólagjöld munu ekki hækka á árinu 2016 en gert er ráð fyrir að aðrar gjaldskrár hækki í takt við verðlag. Þó munu gjaldskrár mötuneyta skóla og í frístund ekki hækka fyrr en næsta haust. Systkinaafsláttur verður reiknaður á frístundaávísanir þannig að barnmargar fjölskyldur njóta góðs af.
Snjómokstur í Mosfellsbæ - Unnið dag og nótt
Þjónustustöð Mosfellsbæjar hefur umsjón með snjómokstri í Mosfellsbæ.
Óveðursáætlun vegna veðurs sem gæti raskað skólastarfi
Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið í dag þriðjudaginn 1. desember bendir til að börn gætu átt erfitt með að komast til og frá skóla. Grunnskólar verða opnir en röskun gæti orðið á starfi þeirra. Foreldrar eru því beðnir að fylgjast vel með veðurspám og tilkynningum í fjölmiðlum. Nánari upplýsingar eru á vef Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Óveðursáætlun vegna veðurs sem gæti raskað skólastarfi
Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið í dag þriðjudaginn 1. desember bendir til að börn gætu átt erfitt með að komast til og frá skóla. Grunnskólar verða opnir en röskun gæti orðið á starfi þeirra. Foreldrar eru því beðnir að fylgjast vel með veðurspám og tilkynningum í fjölmiðlum. Nánari upplýsingar eru á vef Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar 28. nóvember 2015
Laugardaginn 28. nóvember verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn á Miðbæjartorginu kl. 16:00.
Leiksvæði við Víðiteig
Hafnar eru breytingar og endurnýjun á leiksvæði við Víðiteig. Verkefninu er skipt niður í þrjá áfanga. Í þessum fyrsta áfanga verður gróður á svæðinu fjarlægður. Annar áfangi verkefnisins felst í því að drena svæðið ásamt því að fjarlægja ónýtan stíg innan svæðisins. Þriðji og síðasti áfangi verður með vorinu og fellst hann í uppbyggingu á svæðinu með nýjum leiktækjum og gróðri. Samkvæmt skipulagi er þetta svæði skipulagt sem opið leiksvæði og er áætlun um að halda því sem slíku.
Leiksvæði við Víðiteig
Hafnar eru breytingar og endurnýjun á leiksvæði við Víðiteig. Verkefninu er skipt niður í þrjá áfanga. Í þessum fyrsta áfanga verður gróður á svæðinu fjarlægður. Annar áfangi verkefnisins felst í því að drena svæðið ásamt því að fjarlægja ónýtan stíg innan svæðisins. Þriðji og síðasti áfangi verður með vorinu og fellst hann í uppbyggingu á svæðinu með nýjum leiktækjum og gróðri. Samkvæmt skipulagi er þetta svæði skipulagt sem opið leiksvæði og er áætlun um að halda því sem slíku.