Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. nóvember 2015

Laug­ar­dag­inn 28. nóv­em­ber verða ljós­in tendr­uð á jólatré Mos­fells­bæj­ar við há­tíð­lega at­höfn á Mið­bæj­ar­torg­inu kl. 16:00.

Tendr­un ljós­anna á jóla­trénu á mið­bæj­ar­torg­inu hef­ur um ára­bil markað upp­haf jóla­halds í bæn­um og á sér fast­an sess í hjört­um bæj­ar­búa sem fjöl­menna á við­burð­inn ár hvert.

Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar spil­ar á torg­inu nokk­ur há­tíð­leg lög í anda jól­anna. Leik­skóla­börn koma og að­stoða bæj­ar­stjóra við að kveikja á jóla­trénu. Skóla­kór Varmár­skóla syng­ur fyr­ir gesti og gang­andi. Gera má ráð fyr­ir að ein­hverj­ir jóla­svein­anna muni koma ofan úr Esju þenn­an dag til að dansa í kring­um tréð með börn­un­um. Stef­anía Svavars tek­ur lag­ið með jóla­svein­un­um.

Eft­ir að dansað hef­ur ver­ið í kring­um jóla­tréð verð­ur hald­ið inn í Kjarna þar sem Kammerkór Mos­fells­bæj­ar mun syngja lög og stýra fjölda­söng ásamt strengja­sveit Lista­skól­ans.

Hægt verð­ur að versla heitt kakó og kaffi sem mun verma kalda kroppa en fé­lag­ar úr knatt­spyrnu­deild Aft­ur­eld­ing­ar sjá um kakó-, kaffi- og vöfflu­sölu.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00