Laugardaginn 28. nóvember verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn á Miðbæjartorginu kl. 16:00.
Tendrun ljósanna á jólatrénu á miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum og á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa sem fjölmenna á viðburðinn ár hvert.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar á torginu nokkur hátíðleg lög í anda jólanna. Leikskólabörn koma og aðstoða bæjarstjóra við að kveikja á jólatrénu. Skólakór Varmárskóla syngur fyrir gesti og gangandi. Gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinanna muni koma ofan úr Esju þennan dag til að dansa í kringum tréð með börnunum. Stefanía Svavars tekur lagið með jólasveinunum.
Eftir að dansað hefur verið í kringum jólatréð verður haldið inn í Kjarna þar sem Kammerkór Mosfellsbæjar mun syngja lög og stýra fjöldasöng ásamt strengjasveit Listaskólans.
Hægt verður að versla heitt kakó og kaffi sem mun verma kalda kroppa en félagar úr knattspyrnudeild Aftureldingar sjá um kakó-, kaffi- og vöfflusölu.
Tengt efni
Breytt tímasetning á áramótabrennu
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð