Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið í dag þriðjudaginn 1. desember bendir til að börn gætu átt erfitt með að komast til og frá skóla. Grunnskólar verða opnir en röskun gæti orðið á starfi þeirra. Foreldrar eru því beðnir að fylgjast vel með veðurspám og tilkynningum í fjölmiðlum. Nánari upplýsingar eru á vef Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið í dag þriðjudaginn 1. desember bendir til að börn gætu átt erfitt með að komast til og frá skóla. Sú regla gildir að skólahald fellur ekki niður vegna veðurs og verða því grunnskólar opnir en röskun gæti orðið á starfi þeirra. Foreldrar eru því beðnir að fylgjast vel með veðurspám og tilkynningum í fjölmiðlum. Forráðamenn skulu þó meta ef um óveður er að ræða hvort þeir senda börn sín til skóla eða ekki. Undantekningarlaust skal þó hringja á skrifstofu skólans og tilkynna ef forráðamenn ákveða að hafa börn sín heima.
Nánar má lesa óveðursáætlun um röskun á skólastarfi vegna óveðurs hér á heimasíðu mosfellsbæjar.