Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. desember 2015

Þjón­ustu­stöð Mos­fells­bæj­ar hef­ur um­sjón með snjómokstri í Mos­fells­bæ.

Und­an­farna daga hef­ur ver­ið mik­ið álag á starfs­menn og tæki í snjómokstri, enda hef­ur mikl­um snjó kyngt nið­ur á stutt­um tíma. Mokst­ur er í full­um gangi og er unn­ið dag og nótt.

Göt­ur og stíg­ar eru mok­uð  eft­ir um­ferð og mik­il­vægi skv. sér­stakri snjómokst­ursáætlun. Stræt­is­vagna­leið­ir, aðal tengigöt­ur og að­al­stíg­ar hafa forg­ang, en safn­göt­ur og teng­i­stíg­ar eru mok­að­ar þeg­ar að­al­leið­ir eru orðn­ar fær­ar. Megin­á­hersla er lögð á að halda að­al­leið­um opn­um ásamt leið­um til og frá skól­um áður en að­r­ar göt­ur og stíg­ar eru hreins­að­ir. Al­mennt eru húsa­göt­ur ekki mok­að­ar fyrr en að­al­leið­ir eru orðn­ar fær­ar. Hafin er vinna við mokst­ur í húsa­göt­um og áætlað að henni ljúki á morg­un.

Þjón­ustu­stöð þakk­ar íbú­um biðl­und og til­lit­semi við þær erf­iðu að­stæð­ur sem skap­ast hafa und­an­farna daga og hvet­ur þá til að moka frá sín­um inn­keyrsl­um eins og kost­ur er.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00