Lýst hefur verið yfir óvissuástandi á höfuðborgarsvæðinu. Íbúum höfuðborgarsvæðisins er ráðlagt að vera ekki á ferðinni eftir klukkan 17.00 í dag. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að sækja börn sín tímalega á leikskóla Mosfellsbæjar þ.e. ekki síðar en klukkan 16.00 til að starfsfólk skólanna komist örugglega heim. Sama gildir um frístundasel allra skólanna.
Lýst hefur verið yfir óvissuástandi á höfuðborgarsvæðinu. Íbúum höfuðborgarsvæðisins er ráðlagt að vera ekki á ferðinni eftir klukkan 17:00 í dag.
Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að sækja börn sín tímalega á leikskóla Mosfellsbæjar þ.e. ekki síðar en klukkan 16:00 til að starfsfólk skólanna komist örugglega heim. Sama gildir um frístundasel allra skólanna.
Íþróttamiðstöðvum Lágafelli og Varmá verður lokað klukkan 16:00 og öllum íþróttaæfingum því aflýst í dag.
Kennslu í Listaskóla Mosfellsbæjar eftir klukkan 16:00 og tónleikum sem halda átti í Hlégarði seinnipartinn í dag er frestað.
Upplýsingar um opnun skóla og íþróttamiðstöðva á morgun þriðjudag verða sendar út í kvöld.
Áætlað er að Strætó hætti að ganga kl. 18:00.
Íbúar eru hvattir til að hreinsa frá niðurföllum þar sem því verður við komið.
Hafa skal samband við 112 ef neyðarástand skapast.