Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. nóvember 2015

  Nokkr­ar hjálp­ar­stofn­an­ir veita ein­stak­ling­um í erf­ið­leik­um að­stoð. Stór hluti þeirr­ar að­stoð­ar er veitt­ur í des­em­ber­mán­uði. Um þess­ar mund­ir eru að hefjast um­sókn­ar­ferli fyr­ir jóla­að­stoð í ár og má finna hér nokkr­ar nyt­sam­ar slóð­ir.

  Styrk­ir og sam­st­arf

  Hjálp­ar­starf um allt land á í sam­starfi við fjöl­marga að­ila sem bæði miðla styrkj­um inn­an­lands í gegn­um hjálp­ar­starf­ið og sem þiggja styrki frá stofn­un­inni. Þess nýt­ur fólk um land allt og á öll­um aldri þ.e. bæði barna­fjöl­skyld­ur, ein­stak­ling­ar og elli­líf­eyr­is­þeg­ar og þá sér í lagi um há­tíðarna.

  Jóla­að­stoð

  Nokkr­ar hjálp­ar­stofn­an­ir veita ein­stak­ling­um í erf­ið­leik­um að­stoð. Stór hluti þeirr­ar að­stoð­ar er veitt­ur í des­em­ber­mán­uði. Um þess­ar mund­ir eru að hefjast um­sókn­ar­ferli fyr­ir jóla­að­stoð í ár og má finna nyt­sam­ar slóð­ir hér neð­ar.

  Merki Fjölskylduhjálpar íslandsFjöl­skyldu­hjálp Ís­lands.
  Að­stoð­in verð­ur aug­lýst á heima­síða Fjöl­skyldu­hjálp­ar. Fjöl­skyldu­hjálp Ís­lands starf­ar í þágu kvenna, karla og barna í neyð, óháð upp­runa þeirra. Þeir sem leita eft­ir að­stoð hjá Fjöl­skyldu­hjálp Ís­lands eru ör­yrkj­ar, at­vinnu­laus­ir, ein­stæð­ar mæð­ur og feð­ur, eldri borg­ar­ar, lág­tekju­fólk og ein­stæð­ing­ar. Að­al­starf­sem­in er að að­stoða fólk með lít­il fjár­ráð með mat­væli, lyf, hársnyrt­ingu, fatn­að, ung­barna­vör­ur og leik­föng. Þörfin fyr­ir að­stoð hef­ur auk­ist ár frá ári. Jóla­mán­uð­inn sker sig alltaf úr þeg­ar þús­und­ir ein­stak­linga ár hvert njóta að­stoð­ar til að halda gleði­leg jól.

  Merki Rauða krossinsRauði Kross­inn.
  Deild­ir Rauða kross­ins á Ís­landi, sem eru 49 um allt land veita ein­stak­ling­um í erf­ið­leik­um að­stoð. Stór hluti þeirr­ar að­stoð­ar er veitt­ur í des­em­ber­mán­uði, gjarn­an í sam­vinnu við Mæðra­styrksnefnd­ir og / eða Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar á hverj­um stað. Í nær öll­um til­vik­um er neyð­ar­að­stoð veitt í sam­starfi við fé­lags­þjón­ustu, prest eða önn­ur líkn­ar­fé­lög og sam­kvæmt ábend­ing­um frá þess­um að­il­um.
  Deild Rauða kross­ins í Mos­fells­bæ er að Þver­holti 7, s. 564 6035, 898 6065 net­fang: moso[hjá]redcross.is

  Merki MæðrastyrksnefndarMæðra­styrksnefnd Reykja­vík­ur.
  Mæðra­styrksnefnd tek­ur við um­sókn­um fyr­ir jóla­út­hlut­un mánu­dag­ana 16, 23. og 30. nóv­em­ber á milli kl. 10 og 14 í hús­næði Mæðra­styrksnefnd­ar að Há­túni 12b. Nán­ari upp­lýs­ing­ar í síma: 551 4349

   

  Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar
  Hjálparstarf kirkjunnar Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar stend­ur fyr­ir sér­stakri jóla­að­stoð ár hvert.
  Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar að­stoð­ar efna­litl­ar fjöl­skyld­ur við að halda jól. Markmið að­stoð­ar­inn­ar er að gera fólki kleift að gera sér dagam­un og gleðj­ast með fjöl­skyld­unni yfir há­tíð­irn­ar. Að­stoð sem veitt er tek­ur mið af að­stæð­um hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inn­eign­ar­korta í mat­vöru­versl­an­ir sem verða­gef­in út eigi síð­ar en 18. des­em­ber.

  Um­sókn­ar­frest­ur um jóla­að­stoð er til og með 8. des­em­ber.
  Tek­ið er á móti um­sókn­um frá barna­fjöl­skyld­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á skrif­stofu Hjálp­ar­starfs­ins, Háa­leit­is­braut 66, neðri hæð, dag­ana 3., 4., 7. og 8. des­em­ber kl. 11:00-15:00.

  Muna: Gögn sem sýna tekj­ur og út­gjöld verða að fylgja með um­sókn.

  Þær fjöl­skyld­ur sem eiga virk inn­eign­ar­kort í mat­vöru­versl­an­ir frá Hjálp­ar­starf­inu geta fyllt út um­sókn­areyðu­blað á www.help.is.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00