Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. desember 2015

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti í gær fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2016 ásamt þriggja ára áætlun. Heild­ar­tekj­ur á næsta ári eru áætl­að­ar rúm­lega sjö millj­arð­ar og veltufé frá rekstri er áætlað um 10% af heild­ar­tekj­um. Leik­skóla­gjöld munu ekki hækka á ár­inu 2016 en gert er ráð fyr­ir að að­r­ar gjald­skrár hækki í takt við verð­lag. Þó munu gjald­skrár mötu­neyta skóla og í frístund ekki hækka fyrr en næsta haust. Systkina­afslátt­ur verð­ur reikn­að­ur á frí­stunda­á­vís­an­ir þann­ig að barn­marg­ar fjöl­skyld­ur njóta góðs af.

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti í gær fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2016 ásamt þriggja ára áætlun. Heild­ar­tekj­ur á næsta ári eru áætl­að­ar rúm­lega sjö millj­arð­ar og veltufé frá rekstri er áætlað um 10% af heild­ar­tekj­um. Leik­skóla­gjöld munu ekki hækka á ár­inu 2016 en gert er ráð fyr­ir að að­r­ar gjald­skrár hækki í takt við verð­lag. Þó munu gjald­skrár mötu­neyta skóla og í frístund ekki hækka fyrr en næsta haust. Systkina­afslátt­ur verð­ur reikn­að­ur á frí­stunda­á­vís­an­ir þann­ig að barn­marg­ar fjöl­skyld­ur njóta góðs af.

    Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar eru nú um það bil 9.500 tals­ins og gera má ráð fyr­ir að tal­an fari yfir 10 þús­und á allra næstu miss­er­um. Það sem hef­ur að­greint íbúa­sam­setn­ingu í Mos­fells­bæ frá öðr­um sveit­ar­fé­lög­um er lægri með­al­ald­ur en geng­ur og ger­ist og skýrist það með mikl­um barna­fjölda. Gera má þó ráð fyr­ir því að með­al­ald­ur­inn hækki skart þar sem fædd­um börn­um er að fækka. Það má sjá skýrt með færri börn­um sem koma í leik­skóla bæj­ar­ins strax á næsta ári.

    Skulda­við­mið bæj­ar­ins í hlut­falli við tekj­ur eru áætlað um 115% í lok árs 2016 og er því vel inn­an við­mið­un­ar­marka sem sett eru í sveit­ar­stjórn­ar­lög­um. Áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir að út­svars­pró­senta og álagn­ing­ar­hlut­föll fast­eigna­gjalda verði óbreytt.

    Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir tíma­bil­ið 2016-2019 má finna í heild sinni á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00