Vegna veðurs verður röskun á ferðaþjónustu, heimaþjónustu og matarþjónustu í Mosfellsbæ sem og annarsstaðar.
Samkvæmt Ferðaþjónusta fatlaðra verður ekki tekið á móti pöntunum á ferðum sem er ætlað að fara eftir kl 14:00 í dag og er stefnt á að ná öllum farþegum heim fyrir kl 16:30 í dag. Mælst er til þess að farþegar sem eiga pantaðar ferðir eftir þann tíma að hafa samband við þjónustuver til að breyta ferðum eða afpanta í vefþjónustu akstursþjónustunnar. Það sama á við um akstursþjónustu aldraðra.
Dregið verður úr allri heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu frá tvö í dag og einungis bráðnauðsynlegum tilvikum sinnt. Kvöld- og helgarþjónustan fer í allar nauðsynlegustu vitjanirnar fyrir klukkan fimm. Búið er að hafa samband við aðstandendur í sumum tilfellum og taka út kvöldlyf fyrir aðra.
Ferðaþjónusta fatlaðra í Reykjavík, Garðabæ og Mosfellsbæ
Þönglabakka 4, 109 Reykjavík
s: 540 2700