Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. desember 2015

Vegna veð­urs verð­ur rösk­un á ferða­þjón­ustu, heima­þjón­ustu og mat­ar­þjón­ustu í Mos­fells­bæ sem og ann­ars­stað­ar.

Sam­kvæmt Ferða­þjón­usta fatl­aðra verð­ur ekki tek­ið á móti pönt­un­um á ferð­um sem er ætlað að fara eft­ir kl 14:00 í dag og er stefnt á að ná öll­um far­þeg­um heim fyr­ir kl 16:30 í dag. Mælst er til þess að far­þeg­ar sem eiga pant­að­ar ferð­ir eft­ir þann tíma að hafa sam­band við þjón­ustu­ver til að breyta ferð­um eða afp­anta í vef­þjón­ustu akst­urs­þjón­ust­unn­ar. Það sama á við um akst­urs­þjón­ustu aldr­aðra.

Dreg­ið verð­ur úr allri heima­hjúkr­un og fé­lags­legri heima­þjón­ustu frá tvö í dag og ein­ung­is bráðnauð­syn­leg­um til­vik­um sinnt. Kvöld- og helgar­þjón­ust­an fer í all­ar nauð­syn­leg­ustu vitj­an­irn­ar fyr­ir klukk­an fimm. Búið er að hafa sam­band við að­stand­end­ur í sum­um til­fell­um og taka út kvöld­lyf fyr­ir aðra.

Ferða­þjón­usta fatl­aðra í Reykja­vík, Garða­bæ og Mos­fells­bæ
Þöngla­bakka 4, 109 Reykja­vík
s: 540 2700

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00