Vegna veðurs verður röskun á ferðaþjónustu, heimaþjónustu og matarþjónustu í Mosfellsbæ sem og annarsstaðar.
Samkvæmt Ferðaþjónusta fatlaðra verður ekki tekið á móti pöntunum á ferðum sem er ætlað að fara eftir kl 14:00 í dag og er stefnt á að ná öllum farþegum heim fyrir kl 16:30 í dag. Mælst er til þess að farþegar sem eiga pantaðar ferðir eftir þann tíma að hafa samband við þjónustuver til að breyta ferðum eða afpanta í vefþjónustu akstursþjónustunnar. Það sama á við um akstursþjónustu aldraðra.
Dregið verður úr allri heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu frá tvö í dag og einungis bráðnauðsynlegum tilvikum sinnt. Kvöld- og helgarþjónustan fer í allar nauðsynlegustu vitjanirnar fyrir klukkan fimm. Búið er að hafa samband við aðstandendur í sumum tilfellum og taka út kvöldlyf fyrir aðra.
Ferðaþjónusta fatlaðra í Reykjavík, Garðabæ og Mosfellsbæ
Þönglabakka 4, 109 Reykjavík
s: 540 2700
Tengt efni
Hlákutíð framundan samkvæmt veðurspá
Samkvæmt veðurspá fer veður hlýnandi á næstu dögum og því líklega hlákutíð framundan.
Vetrarþjónusta
Siðustu vikur hafa bæði verktakar og starfsfólk þjónustustöðvar verið kölluð út nánast daglega til að sinna verkefnum tengdum snjómokstri eða hálkuvörnum og starfsmenn þjónustustöðvar verið á vaktinni allan sólahringinn.
Gul veðurviðvörun fram að hádegi 18. janúar 2024
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á gulri veðurviðvörun í nótt og fram að hádegi á morgun fimmtudaginn 18. janúar 2024.