Opnun tilboða - Vesturlandsvegur, undirgöng við Aðaltún
Umhverfissvið Mosfellsbæjar og Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í gerð forsteyptra undirganga undir Vesturlandsveg við Aðaltún ásamt tilheyrandi stígagerð og yfirborðsfrágangi. Verkið felst einnig í gerð bráðabirgðavegar auk færslu og endurnýjun á lögnum. Undirgöng verða yfir 5 m breið, um 20 m löng og unnin verður alls um 200 m af stígum.
Umferðaröryggisáætlun, lýst er eftir ábendingum fyrir 1. maí!
Nú er komið að því að endurskoða umferðaröryggisáætlunina frá 2013 og í því sambandi er auglýst eftir ábendingum frá bæjarbúum um það sem betur má fara í umferðaröryggismálum í Mosfellsbæ. Ábendingum er hægt að skila fyrir 1. maí á netfangið mos@mos.is eða í móttöku á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð.
Vinnuhópur um endurskoðun kosningalaga
Mosfellsbær vekur athygli á endurskoðun kosningalöggjafarinnar sem er í höndum starfshóps sem skipaður var af forseta Alþingis í júní 2014.
Gljúfrasteinn fær Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2015
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar var afhent á Bókasafni Mosfellsbæjar síðastliðið þriðjudagskvöld að viðstöddu fjölmenni.
Tilmæli til ökumanna í Mosfellsbæ
Nýtum bílastæðin og leggjum löglega – nóg af bílastæðum á Varmárstæðinu í Mosfellsbæ. Beint er þeim góðfúslegu tilmælum til ökumanna sem eiga leið um Varmársvæðið að nýta þau bílastæði sem þar eru í stað þess að leggja ólöglega á eða við götur á svæðinu. Þetta á sömuleiðis við að leggja ólöglega á ýmis grassvæði. Þetta er nefnt hér sérstaklega vegna þeirra viðburða og leikja sem eru hverju sinni í N1 höllinni að Varmá.
Nemendur í Lágafellsskóla hlutu viðurkenningar í tengslum við Dag umhverfisins
Nemendur í 9. bekk í Lágafellsskóla hlutu útnefninguna Varðliðar umhverfisins fyrir verkefni sem unnin voru sem hluti af umhverfisþema síðastliðið haust í tengslum við Dag umhverfisins.
Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar endurskoðuð
Bæjarstjórn hefur samþykkt endurskoðaða útgáfu Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Lýðræðisstefnan var í fyrsta sinn samþykkt haustið 2011 og hefur verið í gildi síðan. Mosfellsbær er eitt fárra sveitarfélaga sem samþykkt hefur og unnið markvisst eftir lýðræðisstefnu. Vinna við endurskoðun stefnunnar var á hendi bæjarráðs og oddvitum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga í bæjarstjórn. Auglýst var eftir tillögum og ábendingum frá íbúum. Helsta breytingin felur í sér gerð aðgerðaráætlunar sem er ætlað að halda utan um innleiðingu stefnunnar og gera hana enn markvissari.
Útboð - Vogatunga, Gatnagerð og lagnir
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Vogatunga, Gatnagerð og lagnir.
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2014 lagður fram
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 var lagður fram í bæjarráði í dag og honum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Opið hús í Vísindasmiðju í tilefni af Barnamenningarhátíð
Vísindasmiðjan verður opin gestum og gangandi laugardaginn 25. apríl næstkomandi frá kl 12 – 16 í tilefni af Barnamenningarhátíð. Sýnitilraunir, óvæntar uppgötvanir, þrautir, hármæling, syngjandi skál og ótal margt fleira er þar að finna.
Opið hús í Fuglaskoðunarhúsinu 23. apríl 2015
Sumardagurinn fyrsti 2015
Haldið verður hátíðlega upp á sumardaginn fyrsta næstkomandi fimmtudag 23. apríl.
Dalskronika - Menningarvor 2015 í Mosfellsbæ
Senn líður að öðru kvöldi menningarvors sem haldin eru í Bókasafni Mosfellsbæjar þrjú þriðjudagskvöld í apríl og hefjast kl. 20:00 öll kvöldin.
Vortónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar 21. apríl 2015
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar heldur vortónleika þriðjudaginnn 21. apríl kl. 20:00 í Hátíðarsal Varmárskóla.
Íbúar í byggðum athugið !
Vegna viðgerðar verður kaldavatnslaust í Krókabyggð og Reykjabyggð í dag 20. apríl frá kl. 9:00 og fram eftir degi
Gefið frí eftir hádegi til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna
Starfsfólki Mosfellsbæjar verður veitt frí eftir hádegi þann 19. júní til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.
Vorboðinn ljúfi í Kjarna með söngatriði kl. 10:30
í dag, fimmtudaginn 16. apríl mun árgangur 2009 syngja kl. 10:30 í Kjarna og er það síðasti hópurinn með söngatriði á torginu. Hin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar er um þessar mundir, dagana 13-17 apríl á torginu í Kjarna. Hefur verið góð aðsókn bæjarbúa, vina og ættingja að skoða þessa glæsilegu sýningu og hlusta á börnin syngja.
Frábær stemmning á fyrsta Menningarvorskvöldi ársins 2015 í Bókasafninu
Um 245 manns sóttu dagskrána Ég er söngvari – nærmynd af Guðrúnu Tómasdóttur söngkonu.
Íbúar í Akurholti athugið !
Vegna bilunar er kaldavatnslaust í Akurholti. Vatn ætti að koma aftur á um kl. 16.
Vorboðinn ljúfi er mættur í Kjarna
Menningarvika leikskólabarna er hafin í Kjarna. Börnin munu syngja fyrir okkur næstu daga og sýna verk sýn sem þau hafa verið að vinna að. Hver árgangur myn syngja í Kjarna þriðju-, miðviku- og fimmtudag kl. 10:30 alla dagana. Sjáumst á Torginu hjá Bókasafninu í Kjarna.