Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. apríl 2015

    Nýt­um bíla­stæð­in og leggj­um lög­lega – nóg af bíla­stæð­um á Varmárstæð­inu í Mos­fells­bæ. Beint er þeim góð­fús­legu til­mæl­um til öku­manna sem eiga leið um Varmár­svæð­ið að nýta þau bíla­stæði sem þar eru í stað þess að leggja ólög­lega á eða við göt­ur á svæð­inu. Þetta á sömu­leið­is við að leggja ólög­lega á ýmis gras­svæði. Þetta er nefnt hér sér­stak­lega vegna þeirra við­burða og leikja sem eru hverju sinni í N1 höll­inni að Varmá.

    Nýt­um bíla­stæð­in og leggj­um lög­lega – nóg af bíla­stæð­um á Varmárstæð­inu í Mos­fells­bæ.

    Beint er þeim góð­fús­legu til­mæl­um til öku­manna sem eiga leið um Varmár­svæð­ið að nýta þau bíla­stæði sem þar eru í stað þess að leggja ólög­lega á eða við göt­ur á svæð­inu. Þetta á sömu­leið­is við að leggja ólög­lega á ýmis gras­svæði. Þetta er nefnt hér sér­stak­lega vegna þeirra við­burða og leikja sem eru hverju sinni í N1 höll­inni að Varmá. 

    Bent er á að í ná­grenni Íþróttamið­stöðv­ar eru víða ágæt bíla­stæði, smá­spöl frá leik­vang­in­um og létt ganga í fá­ein­ar mín­út­ur að vell­in­um eins og sjá má á með­fylgj­andi mynd. 

    Virð­um bíla­stæði sér­merkt fyr­ir fatl­aða og leggj­um ekki í þau.

    Eins og lög gera al­mennt ráð fyr­ir geta gest­ir átt von á að Lög­regl­an sekti þá sem leggja ólög­lega og að þeir bíl­ar sem lagt er ólög­lega og hindra að­gengi lög­reglu, slökkvi­liðs og sjúkra­flutn­inga­manna verða flutt­ir burt og vist­að­ir hjá Vöku. Er það gert til þess að tryggja að­gengi ör­yggis­að­ila ef slys ber að garði. 

    Sekt fyr­ir að leggja öku­tæki ólög­lega í merkt stæði fyr­ir bif­reið­ir fatl­aðs fólks hækk­aði í fe­brú­ar úr 10 þús­und krón­um í 20 þús­und krón­ur. Sekt­ir fyr­ir önn­ur stöðu­brot hækk­aði úr 5 þús­und krón­um í 10 þús­und krón­ur. 

    Við hvetj­um al­menn­ing til að nýta hjól­ið, sem er ávalt einn besti ferða­máti fyr­ir nátt­úr­una. 

    Reiðhjólaskýli við HáholtNýtt hjóla­skýli við stræt­is­vagna­bið­stöð­ina við Há­holt var form­lega tek­ið í notk­un 9. sept­em­ber 2013. Mark­mið­ið er að stuðla að bætt­um sam­göng­um í Mos­fells­bæ og gera hjól­reið­ar og al­menn­ings­sam­göng­ur að betri val­kosti.

    Hjól­reiða­skýl­ið eyk­ur mögu­leika al­menn­ings að nýta sér hjól­reið­ar inn­an­bæjar, en geyma síð­an reið­hjól­ið í skýl­inu, í skjóli fyr­ir veðri og vind­um, á með­an al­menn­ings­sam­göng­ur eru nýtt­ar til ferða til og frá Mos­fells­bæ.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00