Nýtum bílastæðin og leggjum löglega – nóg af bílastæðum á Varmárstæðinu í Mosfellsbæ. Beint er þeim góðfúslegu tilmælum til ökumanna sem eiga leið um Varmársvæðið að nýta þau bílastæði sem þar eru í stað þess að leggja ólöglega á eða við götur á svæðinu. Þetta á sömuleiðis við að leggja ólöglega á ýmis grassvæði. Þetta er nefnt hér sérstaklega vegna þeirra viðburða og leikja sem eru hverju sinni í N1 höllinni að Varmá.
Nýtum bílastæðin og leggjum löglega – nóg af bílastæðum á Varmárstæðinu í Mosfellsbæ.
Beint er þeim góðfúslegu tilmælum til ökumanna sem eiga leið um Varmársvæðið að nýta þau bílastæði sem þar eru í stað þess að leggja ólöglega á eða við götur á svæðinu. Þetta á sömuleiðis við að leggja ólöglega á ýmis grassvæði. Þetta er nefnt hér sérstaklega vegna þeirra viðburða og leikja sem eru hverju sinni í N1 höllinni að Varmá.
Bent er á að í nágrenni Íþróttamiðstöðvar eru víða ágæt bílastæði, smáspöl frá leikvanginum og létt ganga í fáeinar mínútur að vellinum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Virðum bílastæði sérmerkt fyrir fatlaða og leggjum ekki í þau.
Eins og lög gera almennt ráð fyrir geta gestir átt von á að Lögreglan sekti þá sem leggja ólöglega og að þeir bílar sem lagt er ólöglega og hindra aðgengi lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutningamanna verða fluttir burt og vistaðir hjá Vöku. Er það gert til þess að tryggja aðgengi öryggisaðila ef slys ber að garði.
Sekt fyrir að leggja ökutæki ólöglega í merkt stæði fyrir bifreiðir fatlaðs fólks hækkaði í febrúar úr 10 þúsund krónum í 20 þúsund krónur. Sektir fyrir önnur stöðubrot hækkaði úr 5 þúsund krónum í 10 þúsund krónur.
Við hvetjum almenning til að nýta hjólið, sem er ávalt einn besti ferðamáti fyrir náttúruna.
Nýtt hjólaskýli við strætisvagnabiðstöðina við Háholt var formlega tekið í notkun 9. september 2013. Markmiðið er að stuðla að bættum samgöngum í Mosfellsbæ og gera hjólreiðar og almenningssamgöngur að betri valkosti.
Hjólreiðaskýlið eykur möguleika almennings að nýta sér hjólreiðar innanbæjar, en geyma síðan reiðhjólið í skýlinu, í skjóli fyrir veðri og vindum, á meðan almenningssamgöngur eru nýttar til ferða til og frá Mosfellsbæ.