Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. apríl 2015

Um 245 manns sóttu dag­skrána Ég er söngv­ari – nær­mynd af Guð­rúnu Tóm­as­dótt­ur söng­konu.

Svo skemmti­lega vildi til að Guð­rún varð ní­ræð dag­inn áður.

Bjarki Bjarna­son spjall­aði við Guð­rúnu um lífs­hlaup­ið og tón­list­ina. Inn í milli flétt­uð­ust svo tón­list­ar­at­riði sem tengd­ust ævi­skeiði henn­ar.

Ein­vala­lið tón­list­ar­manna tók þátt í kvöld­inu sem hófst með söng Vor­boð­anna und­ir stjórn Páls Helga­son­ar.

Sigrún Hjálm­týs­dótt­ir (Diddú) söng ein­söng, fyrst við und­ir­leik Guðnýj­ar Guð­munds­dótt­ur fiðlu­leik­ara og sið­an við und­ir­leik Önnu Guðnýj­ar Guð­munds­dótt­ur pí­anó­leik­ara.

Kvartett ungra kvenna úr Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar söng eitt lag, þær Ás­gerð­ur Elín Magnús­dótt­ir, Birta Reyn­is­dótt­ir, Guð­rún Ýr Eyfjörð og Þóra Björg Ingi­mund­ar­dótt­ir. Þá sungu þær sam­an Guð­rún og Diddú við und­ir­leik Önnu Guðnýj­ar.

Diddú, Anna Guðný Guð­munds­dótt­ir pí­anó­leik­ari og Sig­urð­ur Ingvi Snorra­son klar­in­ettu­leik­ari fluttu lag og enda­hnút­inn ráku þau Guðný Guð­munds­dótt­ir fiðlu­leik­ari, Gunn­ar Kvar­an selló­leik­ari og Hauk­ur Guð­laugs­son pí­anó­leik­ari.

Guð­rún bauð svo gest­um upp á kaffi og kök­ur í lok dag­skrár.

Frá­bært kvöld og all­ir glað­ir.

Dag­skrá Menn­ing­ar­vors í Mos­fells­bæ fer fram í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar þrjú þriðju­dags­kvöld í apríl og hefst kl. 20:00 öll kvöld­in.

Að­gang­ur er ókeyp­is á alla við­burði.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00