Um 245 manns sóttu dagskrána Ég er söngvari – nærmynd af Guðrúnu Tómasdóttur söngkonu.
Svo skemmtilega vildi til að Guðrún varð níræð daginn áður.
Bjarki Bjarnason spjallaði við Guðrúnu um lífshlaupið og tónlistina. Inn í milli fléttuðust svo tónlistaratriði sem tengdust æviskeiði hennar.
Einvalalið tónlistarmanna tók þátt í kvöldinu sem hófst með söng Vorboðanna undir stjórn Páls Helgasonar.
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) söng einsöng, fyrst við undirleik Guðnýjar Guðmundsdóttur fiðluleikara og siðan við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleikara.
Kvartett ungra kvenna úr Listaskóla Mosfellsbæjar söng eitt lag, þær Ásgerður Elín Magnúsdóttir, Birta Reynisdóttir, Guðrún Ýr Eyfjörð og Þóra Björg Ingimundardóttir. Þá sungu þær saman Guðrún og Diddú við undirleik Önnu Guðnýjar.
Diddú, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari fluttu lag og endahnútinn ráku þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson píanóleikari.
Guðrún bauð svo gestum upp á kaffi og kökur í lok dagskrár.
Frábært kvöld og allir glaðir.
Dagskrá Menningarvors í Mosfellsbæ fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar þrjú þriðjudagskvöld í apríl og hefst kl. 20:00 öll kvöldin.
Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.
Tengt efni
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Safnanótt 2023 með pompi og pragt
Safnanótt var haldin hátíðleg í Bókasafni Mosfellsbæjar föstudaginn 3. febrúar.