Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. apríl 2015

Þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar var af­hent á Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar síð­ast­lið­ið þriðju­dags­kvöld að við­stöddu fjöl­menni.

Þar fór fram menn­ing­ar­dagskrá und­ir yf­ir­skrift­inni Dalskronika en kvöld­ið var lið­ur í Menn­ing­ar­vori sem nú fer fram í Mos­fells­bæ. Það var ein­stak­lega vel við hæfi að af­henda við­ur­kenn­ing­una þetta kvöld enda er verk­efn­ið sem um ræð­ir vef­ur um Inn­ansveit­ar­kroniku. Vef­ur­inn inni­held­ur upp­lest­ur Hall­dórs Lax­ness á bók­inni og fleira ít­ar­efni. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem verki Hall­dórs Lax­ness er miðlað með þess­um hætti.

Ólöf Þórð­ar­dótt­ir formað­ur Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar af­henti Guðnýju Dóru Gests­dótt­ur for­stöðu­manni Gljúfra­steins við­ur­kenn­ing­una.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00