Starfsfólki Mosfellsbæjar verður veitt frí eftir hádegi þann 19. júní til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.
Þetta er ákvörðun sem tekin hefur verið eftir hvatningarorð frá Ríkisstjórn Íslands sem hefur hvatt vinnuveitendur, jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum, til að gera starfsfólki sínu kleift að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum þennan dag. Stofnanir bæjarins verða því lokaðar eftir hádegi 19. júní. Tryggt verður þó að þjónusta er varðar öryggi og grunn- og neyðarþjónustu við íbúa verði veitt.