Senn líður að öðru kvöldi menningarvors sem haldin eru í Bókasafni Mosfellsbæjar þrjú þriðjudagskvöld í apríl og hefjast kl. 20:00 öll kvöldin.
Síðast var frábær stemmning og aðsókn með húsfylli þegar um 245 manns sóttu dagskrána Ég er söngvari – nærmynd af Guðrúnu Tómasdóttur söngkonu. Svo skemmtilega vildi til að Guðrún varð níræð daginn áður.
Mosfell – frá Agli Skallagrímssyni til Stefáns Þorlákssonar
Fjölbreytt dagskrá í tali, tónum og leik tengd Mosfelli í tilefni af 50 ára afmæli Mosfellskirkju. Björn Þráinn Þórðarson, framkvæmdastjóri fræðslusviðs Mosfellsbæjar, segir frá uppgreftri fornleifa á Hrísbú og tengir við Egilssögu.
Leikfélag Mosfellssveitar flytur þætti úr Innansveitarkróníku.
Tónlist:
- Félagar úr lúðrasveit Mosfellsdals, Braki og brestum, spila á Torginu áður en dagskrá hefst
- Kirkjukór Lágafellssóknar
- Arnhildur Valgarðsdóttir píanó
- Sigrún Harðardóttir fiðla
- Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú)
Glerlistasýning Mörtu Maríu Hálfdánardóttur opnuð og boðið upp á létta hressingu.
Dagskrá Menningarvors í Mosfellsbæ fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar þrjú þriðjudagskvöld í apríl og hefst kl. 20:00 öll kvöldin.
Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.
Tengt efni
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Safnanótt 2023 með pompi og pragt
Safnanótt var haldin hátíðleg í Bókasafni Mosfellsbæjar föstudaginn 3. febrúar.