Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. apríl 2015

Senn líð­ur að öðru kvöldi menn­ing­ar­vors sem hald­in eru í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar þrjú þriðju­dags­kvöld í apríl og hefjast kl. 20:00 öll kvöld­in.

Síð­ast var frá­bær stemmn­ing og að­sókn með hús­fylli þeg­ar um 245 manns sóttu dag­skrána Ég er söngv­ari – nær­mynd af Guð­rúnu Tóm­as­dótt­ur söng­konu. Svo skemmti­lega vildi til að Guð­rún varð ní­ræð dag­inn áður.

Mos­fell – frá Agli Skalla­gríms­syni til Stefáns Þor­láks­son­ar

Fjöl­breytt dagskrá í tali, tón­um og leik tengd Mos­felli í til­efni af 50 ára af­mæli Mos­fells­kirkju. Björn Þrá­inn Þórð­ar­son, fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs Mos­fells­bæj­ar, seg­ir frá upp­greftri forn­leifa á Hrís­bú og teng­ir við Eg­ils­sögu.

Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar flyt­ur þætti úr Inn­ansveit­ar­krón­íku.

Tónlist:

  • Fé­lag­ar úr lúðra­sveit Mos­fells­dals, Braki og brest­um, spila á Torg­inu áður en dagskrá hefst
  • Kirkju­kór Lága­fells­sókn­ar
  • Arn­hild­ur Val­garðs­dótt­ir pí­anó
  • Sigrún Harð­ar­dótt­ir fiðla
  • Sigrún Hjálm­týs­dótt­ir (Diddú)

Glerl­ista­sýn­ing Mörtu Maríu Hálf­dán­ar­dótt­ur opn­uð og boð­ið upp á létta hress­ingu.

Dag­skrá Menn­ing­ar­vors í Mos­fells­bæ fer fram í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar þrjú þriðju­dags­kvöld í apríl og hefst kl. 20:00 öll kvöld­in.

Að­gang­ur er ókeyp­is á alla við­burði.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00