Haldið verður hátíðlega upp á sumardaginn fyrsta næstkomandi fimmtudag 23. apríl.
Hefst hátíðin á Bæjartorginu þar sem farið verður í skrúðgöngu kl. 13:00 og gengið að Lágafellsskóla þar sem verða skátatívolí og leiktæki. Skátafélagið Mosverjar leiða gönguna.
Opið hús verður í fuglaskoðunarhúsinu við Leiruvog á sumardaginn fyrsta frá kl. 12-16. Fuglaljósmyndari verður á staðnum og gefur góð ráð um ljósmyndun á fuglalífi.
Mosfellingar fjölmennum og fögnum sumri.