Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. apríl 2015

    í dag, fimmtu­dag­inn 16. apríl mun ár­gang­ur 2009 syngja kl. 10:30 í Kjarna og er það síð­asti hóp­ur­inn með söng­atriði á torg­inu. Hin ár­lega menn­ing­ar­vika leik­skóla Mos­fells­bæj­ar er um þess­ar mund­ir, dag­ana 13-17 apríl á torg­inu í Kjarna. Hef­ur ver­ið góð að­sókn bæj­ar­búa, vina og ætt­ingja að skoða þessa glæsi­legu sýn­ingu og hlusta á börn­in syngja.

    Hin ár­lega menn­ing­ar­vika leik­skóla Mos­fells­bæj­ar er um þess­ar mund­ir, dag­ana 13-17 apríl á torg­inu í Kjarna. Hef­ur ver­ið góð að­sókn bæj­ar­búa, vina og ætt­ingja að skoða þessa glæsi­legu sýn­ingu og hlusta á börn­in syngja.

    Leik­skóla­börn­in hafa ver­ið að vinna lista­verk sem eru til sýn­is á torg­inu. Sýn­ing­in gef­ur inn­sýn í það frá­bæra og fjöl­breytta starf sem unn­ið er í leik­skól­um bæj­ar­ins.

    Börn­in hafa sung­ið fyr­ir gesti og gang­andi við und­ir­leik Helga Ein­ars­son­ar á eft­ir­far­andi dög­um kl. 10:30, þriðju­dag­inn 14. apríl – ár­gang­ar 2011 og mið­viku­dag­inn 15. apríl – ár­gang­ur 2010 en nú í dag, fimmtu­dag­inn 16. apríl mun ár­gang­ur 2009 syngja kl. 10:30 og er það loka­at­riði hjá leik­skóla­börn­un­um. 
    Sýn­ing­in mun standa í Kjarna til 19. apríl.

    Við hvetj­um bæj­ar­búa til að mæta í Kjarna vik­una 13-19. apríl og skoða lista­sýn­ingu og hlýða á börn­in syngja.

    Sjá­umst á Torg­inu í Kjarna næstu daga

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00