í dag, fimmtudaginn 16. apríl mun árgangur 2009 syngja kl. 10:30 í Kjarna og er það síðasti hópurinn með söngatriði á torginu. Hin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar er um þessar mundir, dagana 13-17 apríl á torginu í Kjarna. Hefur verið góð aðsókn bæjarbúa, vina og ættingja að skoða þessa glæsilegu sýningu og hlusta á börnin syngja.
Hin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar er um þessar mundir, dagana 13-17 apríl á torginu í Kjarna. Hefur verið góð aðsókn bæjarbúa, vina og ættingja að skoða þessa glæsilegu sýningu og hlusta á börnin syngja.
Leikskólabörnin hafa verið að vinna listaverk sem eru til sýnis á torginu. Sýningin gefur innsýn í það frábæra og fjölbreytta starf sem unnið er í leikskólum bæjarins.
Börnin hafa sungið fyrir gesti og gangandi við undirleik Helga Einarssonar á eftirfarandi dögum kl. 10:30, þriðjudaginn 14. apríl – árgangar 2011 og miðvikudaginn 15. apríl – árgangur 2010 en nú í dag, fimmtudaginn 16. apríl mun árgangur 2009 syngja kl. 10:30 og er það lokaatriði hjá leikskólabörnunum.
Sýningin mun standa í Kjarna til 19. apríl.
Við hvetjum bæjarbúa til að mæta í Kjarna vikuna 13-19. apríl og skoða listasýningu og hlýða á börnin syngja.
Sjáumst á Torginu í Kjarna næstu daga