Skólahljómsveit Mosfellsbæjar heldur vortónleika þriðjudaginnn 21. apríl kl. 20:00 í Hátíðarsal Varmárskóla.
Fram koma um 90 hljóðfæraleikarar úr A, B og C sveit. Við vonumst til að sjá alla nemendur Skólahljómsveitarinnar sem ekki eru byrjaðir að spila í A sveit og þá sem eru á biðlista til að kynnast starfinu.
Aðgangseyri kr 1.000, frítt fyrir börn og námsfólk.
Aðgangseyri fer beint í ferðasjóð hljómsveitarinnar. B sveit hljómsveitarinnar fer í ferðalag fyrstu helgina í júní vestur í Stykkishólm og tekur þar þátt í Sjómannadagshátíðarhöldum.
Tengt efni
Listaskólanum færður nýr flygill að gjöf
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttónleikadaga skólans sem fóru fram 15. – 17. október í félagsheimilinu Hlégarði.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnaði 60 ára afmæli
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnar 60 ára afmæli
Þriðjudaginn 28. maí fagnar skólahljómsveit Mosfellsbæjar 60 ára starfsafmæli kl.18:00 í félagsheimilinu Hlégarði.