Opið hús verður í fuglaskoðunarhúsinu við Leiruvog á Sumardaginn fyrsta, 23. apríl frá kl. 12-16. Fuglaljósmyndari verður á staðnum og gefur góð ráð um ljósmyndun á fuglalífi.
Fuglaskoðunarhúsið í Leiruvogi var vígt þann 29. apríl 2009. Fuglahúsið nýtist almenningi og skólum í Mosfellsbæ vel við fuglaskoðun við Leiruvoginn, enda er Leiruvogurinn einstakur hvað varðar fuglalíf allan ársins kring. Auk þess er fuglaáhugamönnum hvaðan æva að heimilt að nýta sér þá góðu aðstöðu sem þarna er í boði. Húsið er vel staðsett nálægt leirunni þar sem fjöldi vaðfugla heldur til, ásamt því að veita góða yfirsýn yfir Langatanga sem margar fuglategundir nýta sér sem hvíldarstað. Inni í húsinu er að finna greinargott upplýsingaskilti um þá fugla sem finna má á leirunni ásamt gestabók sem gestir eru hvattir til að rita nafn sitt í.
Aðstaða í fuglaskoðunarhúsi er góð. Húsið er staðsett við Langatanga neðan við golfvöllinn í Mosfellsbæ. Aðgengi að húsinu er gott með göngustígum sem liggja meðfram ströndinni eða frá golfskálanum. Aðstaða fyrir fatlaða er góð og geta fatlaðir athafnað sig sjálfir í húsinu.
Nánari upplýsingar má fá í þjónustuveri Mosfellsbæjar í síma 525-6700.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos