Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Nem­end­ur í 9. bekk í Lága­fells­skóla hlutu út­nefn­ing­una Varð­lið­ar um­hverf­is­ins fyr­ir verk­efni sem unn­in voru sem hluti af um­hverf­is­þema síð­ast­lið­ið haust í tengsl­um við Dag um­hverf­is­ins.

Verk­efn­in voru marg­þætt; til að byrja með tóku nem­end­urn­ir fyr­ir ákveð­in um­hverf­is­mál og kynntu fyr­ir sam­nem­end­um sín­um í formi t.d. mynd­banda, frétta­þátta, heim­ild­ar­mynda eða rapp­lags. Í kjöl­far­ið þurftu nem­end­ur að taka sig á í tíu at­rið­um er varða um­hverf­ið í sinni hvers­dags­legu hegð­un á heim­ili sínu, allt frá því að nota færri hand­klæði í hverri viku og að eiga sam­skipti við vini og ætt­ingja í eig­in per­sónu, án milli­göngu tölvu, síma eða ann­arra sam­skipta­tækja – og til þess að gera ít­ar­lega áætlun í sam­ráði við for­eldra sína um það hvern­ig heim­il­ið allt geti bætt sig í sjálf­bær­um lífs­stíl.

Loks boð­uðu nem­end­ur bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar á sinn fund og af­hentu hon­um áskor­un með sjö til­lög­um um úr­bæt­ur í um­hverf­is­mál­um bæj­ar­ins. Áskor­un nem­end­anna var í kjöl­far­ið tekin fyr­ir hjá um­hverf­is­nefnd bæj­ar­ins og skil­uðu hug­mynd­ir þeirra sér það­an í vinnu bæj­ar­ins við Stað­ar­dagskrá 21, sem lýt­ur að stefnu­mót­un sveit­ar­fé­laga í sjálf­bærni­mál­um.

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefnd­ar seg­ir að verk­efn­ið hafi tek­ið á um­hverf­is­mál­um í víð­um skiln­ingi. „Verk­efn­ið hafði ekki ein­göngu já­kvæð áhrif inn­an skól­ans held­ur einn­ig út fyr­ir skól­ann, í fyrsta lagi þar sem heim­ili nem­enda voru virkj­uð og í öðru lagi með bein­um hætti í sjálf­bærni­vinnu bæj­ar­fé­lags­ins.“

Við­ur­kenn­ing­arn­ar voru af­hent­ar á há­tíð­ar­at­höfn í Naut­hól, sem hald­in var í tengsl­um við Dag um­hverf­is­ins sem er 25. apríl næst­kom­andi.

Mos­fells­bær ósk­ar við­ur­kenn­ing­ar­höf­um inni­lega til ham­ingju.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00