Vísindasmiðjan verður opin gestum og gangandi laugardaginn 25. apríl næstkomandi frá kl 12 – 16 í tilefni af Barnamenningarhátíð. Sýnitilraunir, óvæntar uppgötvanir, þrautir, hármæling, syngjandi skál og ótal margt fleira er þar að finna.
Vísindasmiðjan verður opin gestum og gangandi laugardaginn 25. apríl næstkomandi frá kl 12 – 16 í tilefni af Barnamenningarhátíð. Sýnitilraunir, óvæntar uppgötvanir, þrautir, hármæling, syngjandi skál og ótal margt fleira er þar að finna.
Nú stendur yfir Alþjóðlegt ár ljóssins 2015. Því hafa alls kyns skemmtilegar og óvenjulegar tilraunir með ljós – og myrkur verið settar upp í Vísindasmiðjunn sem viðbót við þær fjölmörgu tilraunir sem fyrir eru í Vísindasmiðjunni.
Við erum staðsett í Háskólabíói, við innganginn sem snýr að Hagatorgi. Verið hjartanlega velkomin.