Gleðilega bæjarhátíð 2014
Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin í ellefta sinn um helgina.
Langitangi lokaður vegna vegaframkvæmda
Vegna malbikunar verður Langitangi lokaður frá kl 10 í dag, föstudaginn 22. ágúst og fram eftir degi. Langitangi er lokaður að hluta eða frá gatnamótum á milli Skeiðholts og Bjarkarholts og frá Vestulandsvegi. Vegfarendum sem leið eiga í háholt og Bjarkarholt er bent á að fara inn frá Þverholti. Takmarkanir eru á umferð meðan á framkvæmdum stendur og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir.
Morgunakstur framhaldsskólanema í Mosfellsdal
Þeir framhaldsskólanemendur búsettir í Mosfellsdal sem hyggjast nýta morgunferðir úr dalnum í vetur eru vinsamlegast beðnir um að láta þjónustuver Mosfellsbæjar vita fyrir 31. ágúst í síma 525 6700 eða með tölvupósti á mos[hja]mos.is
Frá grunnskólum Mosfellsbæjar
Lágafellsskóli og Varmárskóli verða settir mánudaginn 25. ágúst. Umsóknir vegna frístundaselja og mötuneyta verða að hafa borist í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 20. ágúst. Upplýsingar um tímasetningar varðandi skólabyrjun, innkaupalista og skóladagatal skólaársins 2014-15 má finna á heimasíðum skólanna.
Garðaskoðun Garðyrkjufélags Íslands í Mosfellsbæ
Garðyrkjufélags Íslands stendur fyrir garðaskoðun í Mosfellsbæ sunnudaginn 24. ágúst frá kl. 13-17. Þá munu ýmsir garðeigendur í Mosfellsbæ opna garða sína fyrir félagsmenn Garðyrkjufélagsins og aðra gesti. Allir eru velkomnir. Ekki skiptir máli hvar byrjað er að skoða en í hverjum garði verður til taks ljósrit af götukorti.
Opnun útboðs
Þann 12. ágúst 2014 voru opnuð tilboð í Tunguveg – Kvíslartunga / Vogartunga og Skeiðholt – Hringtorg við Þverholt.
Tindahlaup Mosfellsbæjar 2014
7 tinda hlaupið sem fengið hefur nýtt nafn, Tindahlaup Mosfellsbæjar, fer fram í sjötta sinn laugardaginn 30. ágúst næstkomandi.
Í túninu heima 2014 - Ullarpartý og litaþema
Saga ullariðnaðar á Íslandi er samofin sögu Mosfellsbæjar. Á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima sem haldin verður dagana 29. – 31. ágúst nk. bjóðum við í ullarpartý.
Lokað vegna malbiksframkvæmda
Vegna malbikunar verða gatnamótin við Langatanga, Bogatanga og Skeiðholt lokuð í dag, fimmtudaginn 21. ágúst frá kl. 16.00 og fram eftir degi. Hjáleið er um Álfatanga. Takmarkanir eru á umferð meðan á framkvæmdum stendur og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir.
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar
Nú er opið fyrir umsóknir um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar. Viðurkenningunni er ætlað að styðja við uppbyggingu á atvinnu- og frumkvöðlastarfsemi í Mosfellsbæ. Umsóknarfrestur til 1.september næstkomandi. Sjá nánari upplýsingar hér.
Ummyndun í Listasal Mosfellsbæjar
Laugardaginn 26. júlí kl. 14 verður opnuð sýning Þórdísar Jóhannesdóttur í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2.
Verkefnislýsing deiliskipulags - alifuglabú Syðri-Reykjum
Markmið með væntanlegu deiliskipulagi er að gera það mögulegt að bæta aðstöðu núverandi alifuglabús með frekari byggingum á lóðinni. Unnt er að setja fram ábendingar og athugasemdir við lýsinguna.
Strætóskýlis teiti í Mosfellsbæ
Viktor Weisshappel hefur verið ráðinn af Mosfellsbæ til að mála strætóskýli bæjarins.
Þúsund gestir í Mosfellsbæ
Þjóðdansafélagið, í samvinnu við Nordlek, stendur fyrir norrænu þjóðdansa- og þjóðlagamóti fyrir börn í Mosfellsbæ daga 9. til 12. júlí nk. BARNLEK 2014.Föstudaginn 11. júlí klukkan 13:15 verður farið í skrúðgöngu frá Varmárskóla að Miðbæjartorgi þar sem dansað verður á nokkrum stöðum fram til kl 16:00 og er það von forsvarsmanna mótsins að sem flestir muni hafa gleði af því að fylgjast með en einnig verður farið í heimsókn á Eirhamra og dansað þar.
Nýtt í Ævintýragarðinum
Sett hefur verið upp nýtt 1500 fermetra hundagerði í Ullarnesbrekkum, í fallegu umhverfi Ævintýragarðs Mosfellinga.
Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2014.
Nýtt tímabil frístundaávísunar hefst í dag
Frá og með deginum í dag hefst nýtt tímabil frístundarávísunar í Mosfellsbæ.
Klúbba- og sumarsmiðjur fyrir 10 – 12 ára í félagsmiðstöðinni Ból
10-12 ára starfið hefur gengið vonum framar í sumar. Nú má byrja að skrá sig á miðvikudagana í júlí. skráning er á bolid@mos.is