Skyndihjálp í Kjarnanum
Í tilefni af 112-deginum verða sjálfboðaliðar í Skyndihjálparhóp Rauða krossins með sýningu og kennslu í endurlífgun í Kjarnanum mánudaginn 11. febrúar kl. 17:30-18:30. Allir geta lent í því að koma á vettvang þegar einhver slasast eða veikist alvarlega og því mikilvægt að vita hvernig á að bregðast við slíkum aðstæðum og geta veitt fyrstu aðstoð. Mosfellingar eru hvattir
112 - dagurinn
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar vill vekja athygli á að í dag þann 11. febrúar er 112 – dagurinn haldinn í fjölmörgum Evrópulöndum.
Tillaga að Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 og umhverfisskýrsla
Aðalskipulag tekur til alls sveitarfélagsins og felur í sér stefnumörkun bæjarstjórnar varðandi landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Hér erum að ræða heildarendurskoðun gildandi aðalskipulags, en tímabil þess var 2002-2024. Athugasemdafrestur er til 2. apríl 2013.
Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ
Mosfellsbær, Embætti landlæknis og Heilsuvin hafa gert með sér samkomulag um að ráðast í verkefnið heilsueflandi samfélag. Mosfellsbær mun verða fyrsta sveitarfélagið sem innleiðir slíkt verkefni. Heilsueflandi samfélag er að hluta til byggt á erlendum fyrirmyndum sem nefnast „Healthy cities“ sem fyrirfinnast aðallega í Evrópu og „Healthy communities“ sem er að finna aðallega í Kanada en einnig í Bandaríkjunum.
Álagning fasteignagjalda 2013
Álagning fasteignagjalda 2013 hefur farið fram.
Ókeypis aðgangur að Gljúfrasteini á Safnanótt 8. febrúar 2013
Aðgangur að Gljúfrasteini á Safnanótt, föstudaginn 8. febrúar, er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Kynningarfundur fyrir íbúa Mosfellsbæjar
Fimmtudaginn 17.janúar var haldinn kynningarfundur í Krikaskóla um samstarfsverkefnið “Heilsueflandi samfélag” Fulltrúar frá Embætti Landlæknis og Heilsuvin kynntu verkefnið “Heilsueflandi samfélag” sem Mosfellbær hefur ákveðið að ráðast í samvinnu við.
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2012
Eftirfarandi aðilar fengu Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2012 og peningastyrk upp á 300 þúsund krónur: Tanja Wohlrab-Ryan fyrir verkefnið Samfélagslegt gróðurhús, Anna Ólöf Sveinbjarnardóttir og Ragnar Þór Ólason fyrir AR hönnun, IceWind ehf – Sæþór Ásgeirsson og Ásgeir Sverrisson fyrir Vindmyllur fyrir íslenskar aðstæður
Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2012
Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar fór fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 24. janúar.
Opið hús hjá skólaskrifstofu Mosfellsbæjar
“Það verður tamast sem í æskunni nemur”. Á Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar miðvikudaginn 30. janúar verður sjónum beint að heilbrigði og velferð og hversu mikilvægt það er að þessir grundvallarþættir endurspeglist í uppeldi barna. Skólaskrifstofan hefur fengið til liðs við sig sérfræðing á sviði lýðheilsu; lýðheilsufræðinginn, kennarann og tvíburamömmuna Ólöfu Kristínu Sívertsen.
Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2013
Menningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá nefndinni vegna listviðburða og menningarmála árið 2013.
Nýjar reglur varðandi kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar og þátttaka íbúa í kjörinu.
Á síðasta fundi íþrótta- og tómstundanefndar var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að breyta reglum um hverjir séu gjaldgengir í kjöri á íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar og hvernig staðið verði að kjörinu.
Endurnýjun almennra og sérstakra húsaleigubóta
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings. Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar húsaleigubætur skal endurnýja umsóknir um sérstakar húsaleigubætur samhliða almennum húsaleigubótum, gildir umsókn aldrei lengur en sex mánuði og eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.
Mosfellingurinn Sigurður Thorlacius með burtfararprófstónleika
Greta Salóme valin Mosfellingur ársins 2012
Söngkonan og fiðluleikarinn Greta Salóme Stefánsdóttir hefur verið valin Mosfellingur ársins.
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning afhent í Listasal
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2012 var afhent í Listasal Mosfellsbæjar þriðjudaginn 15.janúar klukkan 16.00. Þróunar- og ferðamálanefnd hefur nú, í fyrsta skipti, gert tillögu til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um viðurkenningu fyrir þróunar- eða nýsköpunarhugmynd. Nefndin auglýsti í haust eftir þróunar- og nýsköpunarhugmyndum, verkefnum, vöru eða þjónustu. Afhentir verða þrír styrkir að fjárhæð 300 þúsund krónur hver. Til stendur að veita slíka styrki árlega.
Kjör íþróttakarls- og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2012
Fimmtudaginn 24. janúar nk. kl.19:00 verður haldið hóf í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem lýst verður kjöri íþróttakarls- og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2012 Við sama tilefni er þeim einstaklingum sem hafa orðið Íslands- deildar-, bikar- eða landsmótsmeistarar 2012 veittar viðurkenningar ásamt þeim sem hafa tekið þátt í og/eða æft með landsliði á liðnu ári.
Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2012
Frá upphafi hefur það verið í höndum aðal- og varamanna Íþrótta- og tómstundanefndar að kjósa um hverjir hljóti sæmdarheitið íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar. Nú verður sú breyting á að íbúar geta tekið þátt í kjörinu ásamt aðal og varamönnum Íþrótta og tómstundanefndar. Íbúar Mosfellsbæjar kjós
Þrettándabrenna Mosfellsbæjar 6. janúar 2013
Á þrettándanum, sunnudagskvöldið 6. janúar, kl. 18:00 verður hin árlega þrettándabrenna þar sem jólin verða kvödd.
Mosfellsbær hirðir jólatré dagana 8. og 9. janúar 2013
Starfsmenn þjónustustöðvar Mosfellsbæjar munu, eins og undanfarin ár, aðstoða bæjarbúa við að fjarlægja jólatré sín og koma þeim í viðeigandi endurvinnslu og kurlun.