Starfsmenn þjónustustöðvar Mosfellsbæjar munu, eins og undanfarin ár, aðstoða bæjarbúa við að fjarlægja jólatré sín og koma þeim í viðeigandi endurvinnslu og kurlun.
Starfsfólk þjónustustöðvarinnar munu aka um bæinn og fjarlægja trén þriðjudaginn 8. janúar og miðvikudaginn 9. janúar. Þeir bæjarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk fyrir þann tíma og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið og valdið tjóni. Einnig geta íbúar losað sig við jólatré á endurvinnslustöðvum Sorpu bs. án þess að greiða förgunargjald fyrir þau.