Sigurður Thorlacius fæddist 30. júní 1990. Hann lauk stúdentsprófi með ágætiseinkunn frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2010 og stefnir að því að ljúka BS gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands í vor.
Sigurður hefur numið píanóleik hjá Ólafi Elíassyni frá 2007 í Listaskóla Mosfellsbæjar, þaðan sem hann útskrifast nú, en fyrsti píanókennari hans við skólann var Jón Sigurðsson. Burtfararprófstónleikar hans fara fram í Fella- og Hólakirkju laugardaginn 12. janúar kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.