Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar vill vekja athygli á að í dag þann 11. febrúar er 112 – dagurinn haldinn í fjölmörgum Evrópulöndum.
Að þessu sinni er sjónum beint að getu almennings til þess að bregðast við á vettvangi alvarlegra slysa og veikinda, að fólk hringi í 112 og veiti fyrstu aðstoð áður en sérhæfð aðstoð berst.
Einnig að vekja athygli almennings á að 112 er ekki bara neyðarnúmerið hér heima heldur einnig í löndum Evrópu.
Í ljósi þess að 112 er neyðarnúmer barnaverndarnefnda landsins er ástæða til að vekja athygli á tilkynningaskyldunni og upplýsa almenning um það hvert er hægt að leita þegar velferð barns er í húfi.
Mikilvægt er að börn og foreldrar viti hvert á að leita þegar grunur er um vanrækslu eða ofbeldi gagnvart barni.