Aðgangur að Gljúfrasteini á Safnanótt, föstudaginn 8. febrúar, er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Opið verður um kvöldið frá kl. 19 – 23 en kl. 21 mun tónlistarmaðurinn Pétur Ben halda tónleika í stofunni. Pétur Ben vakti fyrst athygli fyrir samstarf sitt við Mugison en hann m.a. samdi og útsetti lög á plötu hans, Mugimama Is This Monkeymusic? frá árinu 2004.
Pétur hefur komið víða við á sínum ferli en hann samdi m.a. tónlistina í kvikmyndum Ragnars Bragasonar, Börn og Foreldrar og hefur einnig samið og útsett tónlist fyrir leikhús, m.a. annars í samstarfi við Nick Cave. Fyrsta platan hans Wine For My Weakness kom út árið 2006 og er talin sérlega vel heppnuð frumraun en Pétur fékk Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir hana. Pétur hefur undanfarin ár unnið með fjölda tónlistarmanna bæði sem samverkamaður og upptökustjóri en árið 2012 leit önnur sólóplata hans dagsins ljós, God’s Lonely Man.
Safnanótt er haldin í samstarfi við Vetrarhátíð og mun safnanæturstrætó ganga í öll söfn sem taka þátt. Á Gljúfrastein kemur einn strætó sem fer frá Kjarvalsstöðum kl. 20 og til baka kl. 22.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos