Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2012 var afhent í Listasal Mosfellsbæjar þriðjudaginn 15.janúar klukkan 16.00. Þróunar- og ferðamálanefnd hefur nú, í fyrsta skipti, gert tillögu til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um viðurkenningu fyrir þróunar- eða nýsköpunarhugmynd. Nefndin auglýsti í haust eftir þróunar- og nýsköpunarhugmyndum, verkefnum, vöru eða þjónustu. Afhentir verða þrír styrkir að fjárhæð 300 þúsund krónur hver. Til stendur að veita slíka styrki árlega.
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2012 var afhent í Listasal Mosfellsbæjar þriðjudaginn 15.janúar.
Þróunar- og ferðamálanefnd hefur nú, í fyrsta skipti, gert tillögu til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um viðurkenningu fyrir þróunar- eða nýsköpunarhugmynd. Nefndin auglýsti í haust eftir þróunar- og nýsköpunarhugmyndum, verkefnum, vöru eða þjónustu. Afhentir verða þrír styrkir að fjárhæð 300 þúsund krónur hver. Til stendur að veita slíka styrki árlega.
Þátttakan fór fram úr væntingum en samtals bárust 17 umsóknir í alla flokka.
Vegna góðrar þátttöku og almenns áhuga í Mosfellsbæ á þróun og nýsköpun hefur umsækjendum verið boðið að kynna hugmyndir sínar og verkefni opinberlega við afhendingu viðurkenningarinnar. Flestir umsækjenda hafa ákveðið að nýta þetta tækifæri til að íbúar Mosfellsbæjar og aðrir áhugasamir geti kynnt sér verkefnin. Sýning verður opin í Listasal Mosfellsbæjar frá 15.janúar til 21.janúar.