Söngkonan og fiðluleikarinn Greta Salóme Stefánsdóttir hefur verið valin Mosfellingur ársins.
Árið 2012 var sannkölluð rússíbanareið hjá Gretu Salóme frá því að hún sigraði forkeppni Eurovision hér heima í febrúar með laginu Mundu eftir mér. Greta samdi lagið og textann sjálf og flutti það ásamt Jóni Jósep Snæbjörnssyni. Greta og Jónsi sungu sigurlagið á stóra sviðinu í Baku í Aserbaídsjan og komust áfram á úrslitakvöld söngvakeppni Eurovision.
„Þetta er frábær viðurkenning. Mér þykir afskaplega vænt um bæinn minn og hef fundið fyrir miklum stuðningi frá Mosfellingum. Allt sem hefur verið í gangi hjá mér síðustu árin er að mörgu leyti Mosfellsbæ að þakka og hafa bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ stutt ótrúlega vel við bakið á mér,“ segir Greta Salóme í samtali við bæjarblaðið Mosfelling sem stendur fyrir valinu.
Greta Salóme gaf út sína fyrstu plötu í desember sem ber titilinn In The Silence og hefur hún fengið mjög góð viðbrögð. Fyrir jólin var hún svo ein aðalstjarnan í Frostrósum. Þá kláraði Greta mastersnám í tónlist frá Listaskóla Íslands í maí síðastliðnum og stefnir jafnvel á doktorsnám með haustinu. Greta spilar einnig með Sinfóníuhljómsveit Íslands og æfir Crossfit af kappi
Tengt efni
Dóri DNA Mosfellingur ársins 2023
Mosfellingur ársins 2023 er skemmtikrafturinn og höfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA.
Halla Karen valin Mosfellingur ársins 2022
Mosfellingur ársins 2022 er Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttafræðingur og formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar.
Elva Björg valin Mosfellingur ársins 2021
Mosfellingur ársins 2021 er Elva Björg Pálsdóttir forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ, en bæjarblaðið Mosfellingur stendur fyrir valinu.