Á síðasta fundi íþrótta- og tómstundanefndar var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að breyta reglum um hverjir séu gjaldgengir í kjöri á íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar og hvernig staðið verði að kjörinu.
Breytingarnar eru annarsvegar þær að nú eru einnig gjaldgengir íþróttamenn sem búa í Mosfellsbæ en stunda íþrótt sem ekki er hægt að stunda í bænum, sem sagt “Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða er íbúi í Mosfellsbæ en stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.“
Á síðasta fundi íþrótta- og tómstundanefndar var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að breyta reglum um hverjir séu gjaldgengir í kjöri á íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar og hvernig staðið verði að kjörinu.
Breytingarnar eru annarsvegar þær að nú eru einnig gjaldgengir íþróttamenn sem búa í Mosfellsbæ en stunda íþrótt sem ekki er hægt að stunda í bænum, sem sagt “Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða er íbúi í Mosfellsbæ en stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.“
Áður var það svo að einungis þeir sem að bjuggu í Mosfellsbæ og stunduðu íþrótt sem að í boði var í Mosfellsbæ voru gjaldgengir.
Hinsvegar eru breytingarnar þær að íbúum Mosfellsbæjar er gefinn kostur á að taka þátt í kjörinu.
Frá upphafi hefur það verið í höndum aðal- og varamanna íþrótta- og tómstundanefndar að kjósa um hverjir hljóti sæmdarheitið íþróttakona og -karl Mosfellsbæjar. Nú verður sú breyting á að íbúar geta tekið þátt í kjörinu í gegnum íbúagáttina
Sá háttur verður hafður á að þann að þann 7. janúar n.k. verða íþróttakonur og -karlar sem hljóta tilnefningu kynnt á vef Mosfellsbæjar og einnig í næsta tölublaði Mosfellings, sem kemur út fimmtudaginn 10. janúar. Hægt verður að greiða atkvæði frá 7. janúar og til miðnættis þann 18. á vef bæjarins Bæjarbúar eru hvattir til að fylgjast með og taka þátt í kjörinu.
Sjá reglur um kjörið hér