BMX kappar sýndu listir sínar
VÍGSLA FRÆÐSLUSKILTIS VIÐ FRIÐLANDIÐ VIÐ VARMÁRÓSA Á DEGI ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU
Mánudaginn 17. september s.l. var formlega vígt nýtt fræðsluskilti við friðlandið við Varmárósa í Mosfellsbæ í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Á sama tíma var undirritaður umsjónarsamningur Mosfellsbæjar, Umhverfisstofnunar og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þar sem dagleg umsjón svæðisins færist til Mosfellsbæjar.
Hjólaþrautir og BMX sýning við Völuteig
Í dag verður boðið uppá hjólaþrautir á hjólabrettasvæðinu við Völuteig, austan við áhaldahúsið, frá kl. 15:00 – 17:00 í tilefni af samgönguviku í Mosfellsbæ.
Vígsla fræðsluskiltis í dag
Í dag, mánudaginn 17. september kl. 17:00, verður nýtt fræðsluskilti vígt við friðlandið við Varmárósa í Mosfellsbæ. Á sama tíma verður handsalaður umsjónarsamningur milli Mosfellsbæjar, Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneytisins þar sem dagleg umsjón svæðisins færist til Mosfellsbæjar. Friðlandið við Varmárósa var stofnsett árið 1980 með það að markmiði
Útsvarslið Mosfellsbæjar
Bjarki Bjarnason rithöfundur, María Pálsdóttir leikkona og Valgarð Már Jakobsson stærðfræðikennari hjá FMOS munu keppa fyrir hönd Mosfellsbæjar í spurningaþættinum Útsvari í vetur.
Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ 16. - 22. september 2012
Dagana 16. – 22. september mun Mosfellsbær taka þátt í Evrópsku Samgönguvikunni, European Mobility Week, en yfirskriftin í ár er á réttri leið.
Vinsæla hjóla- og göngustígakortið endurútgefið
Í tilefni af Samgönguvikunni í Mosfellsbæ hefur endurútgefið nýtt og uppfært hjóla- og göngustígakort sem sýnir samgöngu- og útivistarstíga í Mosfellsbæ og tengingu þeirra við stígakerfi annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Kortið var síðast gefið út árið 2010 og kláraðist upplagið fljótt þótt kortið væri ennþá aðgengilegt á heimasíðu bæjarins.
Hjólaævintýri fjölskyldunnar á Degi íslenskrar náttúru
Sunnudaginn 16. september n.k. verður fyrsti viðburður samgönguvikunnar í Mosfellsbæ, sem er hjólaævintýri fjölskyldunnar á Degi íslenskrar náttúru. Hjólalestir munu hjóla úr úthverfum höfuðborgarsvæðisins í Árbæjarsafn með viðkomu á völdum stöðum þar sem viðburðir tengdir Degi íslenskrar náttúru fara fram. Fulltrúar hjólreiðafélaganna munu leiða hjólalestirnar..
Óskað eftir tilnefningu um jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2012
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar er haldinn í tengslum við 18. september ár hvert.
30.12.2010: Tilkynning um samþykkt deiliskipulög
Bæjarstjórn samþykkti í desember deiliskipulag Lækjarness og deiliskipulag Miðbæjar, sem auglýst voru skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga og athugasemdir höfðu borist við.
Yfirfærsla á þjónustu við fólk með fötlun
Um áramót tóku sveitarfélögin við umsjón með málefnum fólks með fötlun frá ríkinu. Mosfellsbær hefur að leiðarljósi við þessi tímamót að sem minnst röskun verði á þjónustunni frá því sem verið hefur og hún verði felld að annarri almennri þjónustu við íbúa Mosfellsbæjar.
Óskað eftir athugasemdum við stefnu í íþrótta- og tómstundamálum
Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir athugasemdum við stefnu Mosfellsbæjar í íþrótta- og tómstundamálum sem nú er í vinnslu. Nefndin hefur unnið drög að stefnunni sem nú er óskað eftir áliti íbúa á.
Óskað eftir tilnefningum til bæjarlistamanns
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2011. Bæjarlistamanni er jafnframt veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima.
Könnun vegna Bæjarhátíðar
Síðustu vikuna í ágúst héldum við bæjarhátíðina okkar með miklum glæsibrag eins og margir muna. En lengi má gott bæta og af því tilefni setjum við upp könnunarhnapp hér til hægri og langar okkur til að hvetja bæjarbúa til að taka þátt og leggja sitt af mörkum að gera hátíðina enn betri.
Lokun á Langatanga
Vegna viðgerða á vatnsveitu verður Langitangi lokaður milli Skeiðholts/Bogatanga og Olís frá kl.10 og fram eftir degi.Vatnsveita Mosfellsbæjar
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2012
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 voru afhendar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima nú um helgina.
Páll Helgason valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2012
Páll Helgason tónlistarmaður er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2012.
Í túninu heima 2012
Enn og aftur höfum við haldið bæjarhátíðina okkar með miklum glæsibrag.
Í túninu heima 2012 - Kosning um flottustu skreytingarnar
Hvetjum bæjarbúa til að taka þátt í kosningu um flottustu skreytingarnar í Mosfellsbæ.
Hátíðin er að hefjast
Stærsti viðburðurinn á bæjarhátíðinni er án efa þegar íbúar bæjarins taka höndum saman og skreyta hús sín og götur. Skreytingarnar hafa aukist ár frá ári og er mikill metnaður í öllum hverfum. Á 25 ára afmælisári bæjarins verður engin undantekning þar á eins og meðfylgjandi myndir sýna. Ljóst er að keppnin verður hörð í ár. Óskað eftir sjálfboðaliðum í dómnefnd