Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. ágúst 2012

Enn og aft­ur höf­um við hald­ið bæj­ar­há­tíð­ina okk­ar með mikl­um glæsi­brag.

Veðr­ið setti svip sinn á föstu­dags­kvöld en veð­ur­guð­irn­ir bættu okk­ur það svo sann­ar­lega upp á laug­ar­dags­kvöld og úr varð metað­sókn á hápunkt há­tíð­ar­inn­ar, stór­tón­leika á Mið­bæj­ar­torgi,  þar sem allt fór með ein­dæm­um vel fram. Að­r­ir við­burð­ir helgar­inn­ar voru einn­ig vel sótt­ir og sér­stak­lega má þar nefna barnadagskrá á Mið­bæj­ar­torgi á laug­ar­dag.

Mos­fells­bær vill koma á fram­færi þakklæti til bæj­ar­búa fyr­ir þátt­tök­una. Enn­frem­ur ber að þakka þeim sem sáu til þess að all­ir við­burð­ir gengu snuðru­laust fyr­ir sig. Starfs­menn Áhalda­húss, um­sjón­ar­að­il­ar mark­að­ar í Ál­fosskvos, Björg­un­ar­sveit­in Kyndill og önn­ur fé­laga­sam­tök og kór­ar sem komu fram víðs­veg­ar um bæ­inn. Marg­ar hend­ur vinna létt verk og það er svo sann­ar­lega til­fell­ið þeg­ar svona há­tíð er hald­in. Takk fyr­ir frá­bæra sam­vinnu.

Lengi má gott bæta og ábend­ing­ar um há­tíð­ina eru alltaf vel þegn­ar inn á mos@mos.is. Endi­lega send­ið okk­ur hug­mynd­ir og hug­leið­ing­ar ykk­ar um það sem var vel gert og það sem má bæta.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00