Enn og aftur höfum við haldið bæjarhátíðina okkar með miklum glæsibrag.
Veðrið setti svip sinn á föstudagskvöld en veðurguðirnir bættu okkur það svo sannarlega upp á laugardagskvöld og úr varð metaðsókn á hápunkt hátíðarinnar, stórtónleika á Miðbæjartorgi, þar sem allt fór með eindæmum vel fram. Aðrir viðburðir helgarinnar voru einnig vel sóttir og sérstaklega má þar nefna barnadagskrá á Miðbæjartorgi á laugardag.
Mosfellsbær vill koma á framfæri þakklæti til bæjarbúa fyrir þátttökuna. Ennfremur ber að þakka þeim sem sáu til þess að allir viðburðir gengu snuðrulaust fyrir sig. Starfsmenn Áhaldahúss, umsjónaraðilar markaðar í Álfosskvos, Björgunarsveitin Kyndill og önnur félagasamtök og kórar sem komu fram víðsvegar um bæinn. Margar hendur vinna létt verk og það er svo sannarlega tilfellið þegar svona hátíð er haldin. Takk fyrir frábæra samvinnu.
Lengi má gott bæta og ábendingar um hátíðina eru alltaf vel þegnar inn á mos@mos.is. Endilega sendið okkur hugmyndir og hugleiðingar ykkar um það sem var vel gert og það sem má bæta.
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir