Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar er haldinn í tengslum við 18. september ár hvert.
Fjölskyldunefnd veitir viðurkenningu þeim einstaklingi, stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum sem hafa lagt sig fram við að framfylgja jafnréttislögum og Evrópusáttmálanum um jafna stöðu kvenna og karla.
Viðurkenninguna geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála.
Fjölskyldunefnd vonast eftir tilnefningum sem víðast að og minnir á nauðsyn þess að vekja athygli á verkum eða aðgerðum í þágu jafnréttis og hvetja þannig aðra til frekari dáða.
Í tilnefningunni skal koma fram lýsing á því jafnréttisstarfi eða verkefni sem hefur verið innt af hendi í bæjarfélaginu ásamt rökstuðningi.
Jafnréttisdagurinn verður að þessu sinni haldinn hátíðlegur í samvinnu við Félag aldraðra í Mosfellsbæ þann 1. október næstkomandi.
Hægt er að senda tilnefningar inn rafrænt. Einnig má skila tilnefningu til þjónustuvers Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð.
Tilnefningarnar berist í síðasta lagi mánudaginn 10. september nk.
Tengt efni
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 – framlengdur umsóknarfrestur
Velferðarnefnd, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar, auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023
Velferðarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 22. september 2022
Haldið upp á daginn í Hlégarði kl. 15:00 – 17:00.