Bjarki Bjarnason rithöfundur, María Pálsdóttir leikkona og Valgarð Már Jakobsson stærðfræðikennari hjá FMOS munu keppa fyrir hönd Mosfellsbæjar í spurningaþættinum Útsvari í vetur.
Fyrsta viðureign þeirra verður gegn Borgarbyggð föstudagskvöldið 26. október. Við þökkum íbúum Mosfellsbæjar fyrir allar ábendingarnar en þær voru svo sannarlega nýttar í að setja saman liðið.
Mosfellsbær óskar liðinu góðs gengis.
Tengt efni
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.
Þriggja ára plokkari
Steinar Þór Björnsson rúmlega þriggja ára plokkari og fyrirmyndar Mosfellingur hefur verið öflugur í að plokka með aðstoð pabba síns.
Dagur Norðurlandanna – 23. mars
Dagur Norðurlandanna er haldinn hátíðlegur vítt og breytt um öll Norðurlöndin í dag 23.mars.