Bæjarstjórn samþykkti í desember deiliskipulag Lækjarness og deiliskipulag Miðbæjar, sem auglýst voru skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga og athugasemdir höfðu borist við.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur á fundum sínum í desember 2010 samþykkt eftirtaldar deiliskipulagsáætlanir sem athugasemdir höfðu verið gerðar við í auglýsingu skv. 25. gr. laga nr. 73/1997:
Deiliskipulag Lækjarness, Mosfellsdal
Tillaga að deiliskipulaginu var auglýst 6.9.2010 með athugasemdafresti til 18.10.2010. Tvær athugasemdir bárust og leiddi önnur til breytingar á texta.
Deiliskipulagið var samþykkt í bæjarstjórn 1. desember 2010. Það var sent Skipulagsstofnun til yfirferðar, svar stofnunarinnar liggur fyrir og auglýsing um gildistöku skipulagsins bíður birtingar.
Deiliskipulag Miðbæjar Mosfellsbæjar
Tillaga að deiliskipulaginu var auglýst 26.10.2009 samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi, með athugasemdafresti til 7.12.2009. 6 athugasemdir bárust.
Breyting á aðalskipulagi var staðfest af ráðherra 25.3.2010 og var þá deiliskipulagið tekið til afgreiðslu. Athugasemdir leiddu til tveggja minniháttar breytinga á skipulaginu, sem var samþykkt í bæjarstjórn 7.4.2010 og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.
Vegna athugasemda, sem stofnunin gerði við skipulagsgögnin, voru gerðar á þeim nokkrar lagfæringar og leiðréttingar og þau síðan tekin til afgreiðslu að nýju. Bæjarstjórn samþykkti deiliskipulagið endanlega 22. desember 2010 og hefur það verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.
Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum um ofangreindar skipulagsáætlanir snúi sér til undirritaðs.
30. desember 2010,
skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar.