Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. ágúst 2012

Páll Helga­son tón­list­ar­mað­ur er bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2012.

Páll Helga­son tón­list­ar­mað­ur hef­ur ver­ið val­inn bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2012. Páll hef­ur átt lang­an, fjöl­breytt­an og far­sæl­an fer­il í tónlist. Hann hóf tón­list­ar­fer­il­inn í fæð­ing­ar­bæ sín­um Ak­ur­eyri rétt eft­ir tví­tugt. Þá spil­aði hann á gít­ar og bassa m.a. með hljóm­sveit Ingimars Ey­dal á hót­el KEA. Páll stund­aði síð­ar nám við Tón­list­ar­skóla Mos­fells­hrepps und­ir stjórn Ól­afs Vign­is Al­berts­son­ar og lauk það­an 8.stigi í tón­fræð­um. Hann kenndi enn­frem­ur  tónlist við Klé­bergs­skóla um ára­bil.

Páll hef­ur ver­ið af­kasta­mik­ill í kór­a­starfi og kom­ið að stofn­un fjölda kóra. Þar má nefna Ála­fosskór­inn, Mos­fell­skór­inn, Vor­boða – kór eldri borg­ara í Mos­fells­bæ, Lands­virkj­un­ar­kór­inn og Karla­kór Kjalnes­inga. Blóm­legt söngstarf þrífst í öll­um þess­um kór­um í dag. Páll söng í Karla­kórn­um Stefni und­ir stjórn Lárus­ar heit­ins Sveins­son­ar um nokkra hríð. Þá hef­ur hann ver­ið org­an­isti með­al ann­ars í Braut­ar­holts­kirkju og Saur­bæj­ar­kirkju og Reyni­valla­kirkju.

Páll var sæmd­ur við­ur­kenn­ing­unni á bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima.

Tengt efni