Mánudaginn 17. september s.l. var formlega vígt nýtt fræðsluskilti við friðlandið við Varmárósa í Mosfellsbæ í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Á sama tíma var undirritaður umsjónarsamningur Mosfellsbæjar, Umhverfisstofnunar og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þar sem dagleg umsjón svæðisins færist til Mosfellsbæjar.
Mánudaginn 17. september s.l. var formlega vígt nýtt fræðsluskilti við friðlandið við Varmárósa í Mosfellsbæ í tilefni af Degi íslenskrar náttúru.
Á sama tíma var undirritaður umsjónarsamningur Mosfellsbæjar, Umhverfisstofnunar og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þar sem dagleg umsjón svæðisins færist til Mosfellsbæjar. Á dögunum var friðlýsing svæðisins einnig endurnýjuð, enda var fyrri friðlýsing orðin gömul og því tími til kominn á breytingar í takt við nýja tíma. Friðlandið við Varmárósa var stofnsett árið 1980 með það að markmiði að vernda og viðhalda fitjasefi (Juncus gerardii) og búsvæði þess, en plantan er á válista og finnst aðeins á tveimur stöðum á landinu.