Mál númer 202005420
- 12. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #796
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2021 lagður fram.
Afgreiðsla 1515. fundar bæjarráðs samþykkt á 796. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. desember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1515
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2021 lagður fram.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi viðauka 3 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021. Fjárfestingaáætlun vegna Hlégarðs hækkar úr kr. 30.000.000 í kr. 89.400.000 eða um kr. 59.400.000 sem fjármagnað er með lækkun á handbæru fé.
- 29. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #790
Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1503. fundar bæjarráðs samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. september 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1503
Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi viðauka 2 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021. Samantekin áhrif viðaukans eru þau að rekstrartekjur hækka um 1,1 m.kr., laun- og launatengd gjöld hækka um 15,4 m.kr. og annar rekstrarkostnaður lækkar um 8,2 m.kr. Samtals lækkar því áætluð rekstrarniðurstaða A og B hluta um 6,1 m.kr. sem er fjármagnað með lækkun á handbæru fé.
- 30. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #786
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2021.
Afgreiðsla 1494. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. júní 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1494
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2021.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi viðauka 1 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021. Samantekin áhrif viðaukans eru þau að rekstrartekjur hækka um 134,8 m.kr., laun- og launatengd gjöld hækka um 86,7 m.kr. og annar rekstrarkostnaður hækkar um 41,6 m.kr. Samtals hækkar því áætluð rekstrarniðurstaða A og B hluta um 6,5 m.kr. sem eykur handbært fé samsvarandi.
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Hækkun grunnfjárhæðar framfærslu frá 1.1.2021 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 301. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. desember 2020
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #301
Hækkun grunnfjárhæðar framfærslu frá 1.1.2021 lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 25. nóvember 2020
Afgreiðsla 214. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Fjárhagsáætlun 2021 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 15. fundar lýðræðis-og mannréttindanefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Lög er fram til kynningar fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2021 kynnt fyrir öldungaráði.
Afgreiðsla 20. öldungaráðs lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar.
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021 til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
Afgreiðsla 24. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Kynning á fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundasviðs.
Afgreiðsla 384. fundar fræðslunefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Staðfesting á gjaldskrám og álagning gjalda.
Afgreiðsla 1468. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 25. nóvember 2020
Afgreiðsla 241. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2021 kynnt.
Afgreiðsla 300. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024. Síðari umræða.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Pétur Jens Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árin 2021 til 2024.
-------------------------------------------------------------
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 A og B hluta eru eftirfarandi:
Tekjur: 13.307 m.kr.
Gjöld: 12.673 m.kr.
Afskriftir: 502 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 686 m.kr.
Tekjuskattur: 13 m.kr.
Rekstrarniðurstaða: -567 m.kr.
Eignir í árslok: 24.961 m.kr.
Eigið fé í árslok: 6.088 m.kr.
Fjárfestingarhreyfingar: 1.955 m.kr.-------------------------------------------------------------
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2021 eru eftirfarandi:
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A 0,207% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,105% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,316% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,105% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,560% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,105% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar-------------------------------------------------------------
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu, fyrsta dag hvers mánaðar frá 1. febrúar til og með 1. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 1. febrúar með eindaga 2. mars.
-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2021.
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.
Reglur um fjárhagsaðstoð í Mosfellsbæ.
Reglur um tekjuviðmið vegna niðurgreiðslu leikskólagjalda-------------------------------------------------------------
Eftirfarandi gjaldskrár voru samþykktar:
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga
Gjaldskrá Bókasafns Mosfellsbæjar
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála
Gjaldskrá sorphirðu
Gjaldskrá fráveitu
Gjaldskrá rotþróargjald, með fyrirvara um umsögn heilbrigðisnefndar
Gjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrá Hitaveitu
Gjaldskrá um hundahald, með fyrirvara um umsögn heilbrigðisnefndar
Gjaldskrár stuðningsfjölskyldna
Eftirfarandi gjaldskrár sem taka gildi 01.01.2021 voru samþykktar:Gjaldskrár daggæslu (dagforeldra) barna yngri og eldri en 13 mánaða
Eftirfarandi gjaldskrár sem taka gildi 01.08.2021 voru samþykktar:Gjaldskrár leikskóla, bleyjugjald og sjálfstætt starfandi leikskóla
Gjaldskrár mötuneytis- og ávaxtabita í grunnskólum
Gjaldskrá í frístundaselum grunnskóla
Gjaldskrá viðbótarvistun í frístundaseli
Gjaldskrá Listaskóla - tónlistardeild
Gjaldskrá Listaskóli - skólahljómsveit
Eftirfarandi gjaldskrár þar sem fjárhæðir hafa tekið breytingum í samræmi við efnisákvæði gjaldskrárinnar voru lagðar fram til kynningar.Gjaldskrá stuðningsþjónustu
Gjaldskrá heimsendingar fæðis
Gjaldskrá húsnæðisfulltrúa
Gjaldskrá námskeiðsgjalds í félagsstarfi aldraðra
Gjaldskrá þjónustugjalds í leiguíbúðum aldraðra
Gjaldskrár húsaleigu í félagslegum íbúðum og í íbúðum aldraðra
Gjaldskrá þjónustuíbúða fatlaðs fólks
Gjaldskrár akstursþjónustu fatlaðs fólks og eldra fólks
Gjaldskrá húsaleigu í íbúðum aldraðra-------------------------------------------------------------
Forseti þakkaði starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning og gerð áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
-------------------------------------------------------------
1. tillaga bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar um breytingu á álagningarprósentu fasteignagjalda í skattflokki C, atvinnuhúsnæði(verslunar, skrifstofu-og iðnaðarhúsnæði). Í stað 1.560% af fasteignamati húss og lóðar, verði álagningarprósentan 1,435%, eða lækkun á álagningarprósentu um 8%. Álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæðiverður þannig um 408 milljónir í stað 444 milljóna. Áætluð neikvæð rekstrarniðurstaða A og B hluta eykst þannig um 35 milljónir á árinu2021.
Tillagan var felld með fimm atkvæðum V- og D- lista gegn tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa L- og M- lista. Bæjarfulltrúar C- og S- lista sátu hjá.
***
2. tillaga bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar um breytingu á fjárfestingaráætlun fyrir A hluta bæjarsjóðs 2021-2024. Inn komi nýr liður undir gatnagerð sem beri nafnið, Skammadalsvegur frá Helgafelli að Bjargsvegi. Varið verði 5 milljónum króna á árinu 2021og sömu upphæð hvert ár, á árunum 2022-2024. Fjárfestingaráætlun A hluta árið 2021 hækki þar með úr 1.940 milljónum í 1.945 milljónir. Þessari hækkun verði mætt með því að hækka fyrirhugaðar lántökur á árinu 2021 úr 3.000 milljónum í 3.005 milljónirTillagan var felld með fimm atkvæðum V- og D- lista gegn tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa L- og M- lista. Bæjarfulltrúar C- og S- lista sátu hjá.
-------------------------------------------------------------Forseti bar tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2021-2024 upp í heild sinni. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa V- og D-lista. Aðrir bæjarfulltrúar sátu hjá.
-------------------------------------------------------------
Bókun D- og V-lista
Fjárhagsáætlun ársins 2021 er unnin í skugga heimsfaraldurs en endurspeglar um leið sterka stöðu sveitarfélagsins til að mæta tímabundnum fjárhagslegum áföllum.Fyrir liggur að minnkandi skatttekjur og aukinn rekstrarkostnaður vegna kórónaveirunnar hefur neikvæð áhrif á afkomu sveitarfélaga. Efnahagsleg áhrif faraldursins eru það mikil á rekstur sveitarfélagsins að óhjákvæmilegt er annað en að bæjarsjóður verði rekinn með halla á árinu 2021. Hinn möguleikinn er að skera verulega niður í rekstri og þjónustu sveitarfélagsins. Ekki verður séð að það geti verið skynsamleg stefna á tímum sem þessum með tilheyrandi þrengingum fyrir íbúa. Mosfellsbær býr að því að hafa verið með góðan og ábyrgan rekstur undanfarin ár og því hægt að reka bæjarsjóð með halla til skamms tíma þó að það leiði óhjákvæmilega til aukinnar skuldsetningar.
En þrátt fyrir þessar efnahagslegu þrengingar gengur starfsemi Mosfellsbæjar vel, íbúum heldur áfram að fjölga og starfsmenn standa saman á erfiðum tímum. Samstaða einkennir samfélag okkar og íbúar eru samkvæmt könnunum ánægðir með þá þjónustu sem bærinn veitir. Allt eru þetta þættir sem skipta munu sköpum við þær aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu. Nú sem fyrr stendur starfsfólk okkar sig vel í sínum mikilvægu störfum fyrir íbúa og samstaðan í faraldrinum hefur verið órofin.
Meginhluta útgjalda Mosfellsbæjar er varið til fræðslumála, íþrótta- og tómstundamála, umhverfismála og verkefna á sviði félagsþjónustu. Í fjárhagsáætlun ársins 2021 er nú sem fyrr lögð áhersla á að byggja á og þróa áfram þá grunnþjónustu sem bærinn veitir þrátt fyrir það efnahagsástand sem nú ríkir.
Við viljum þakka bæjarfulltrúum fyrir góða samvinnu og starfsfólki fyrir einurð og fagmennsku við undirbúning fjárhagsáætlunar ársins 2021.
***
Bókun S-lista:
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2021-2024. Sú leið sem farin er við áætlunargerð á þessum umbrotatímum, að verja þjónustustigið hjá bænum, er virðingarverð og skal ekki gert lítið úr henni. Hins vegar er það svo að grunnurinn að fjárhagsáætluninni sem hér á að verja er pólitísk stefnumótun og hugmyndafræði meirihluta D og V lista sem Samfylkingin hefur ekki tekið þátt í að móta.***
Bókun C-lista:
Eins og öllum er ljóst þá er fyrirliggjandi fjárhagsáætlun unnin í skugga heimsfaraldurs sem hefur valdið fordæmalausum efnahagslegum samdrætti. Í ljósi aðstæðna óskaði bæjarstjóri eftir því við aðra bæjarfulltrúa að honum, ásamt starfsmönnum bæjarins, yrði falið að vinna drög að fjárhagsáætlun sem tryggði óbreytt þjónustustig og ákveðið hlutfall rekstrarfjár frá rekstri. Við þá vinnu yrði upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa meiri en áður hefur tíðkast. Á móti kæmi að bæjarfulltrúar myndu ekki leggja fram tillögur á milli umræðna, eins og áður hefur verið gert. Á þetta fyrirkomulag var fallist og af þeim sökum hefur Viðreisn ekki lagt fram breytingartillögur við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021, eins og gert hefur verið undanfarin ár.Þetta vinnulag var nýbreytni og jákvætt skref í átt að jafnari þátttöku allra kjörinna fulltrúa bæjarfélagsins. En þrátt fyrir aukna upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa, þá hefur aðkoma þeirra að gerð áætlunarinnar ekki aukist. Því er hér ekki um að ræða sameiginlega fjárhagsáætlun allra bæjarfulltrúa. Það er von bæjarfulltrúa Viðreisnar að við vinnslu næstu fjárhagsáætlunar verði þátttaka allra kjörinna fulltrúa enn meiri en nú var og að rýmri tími verði gefinn við undirbúning svo um raunverulegt samstarf bæjarfulltrúa verði að ræða.
Í ljósi þess að ekki er um sameiginlega fjárhagsáætlun að ræða þá mun bæjarfulltrúi Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu hennar. Bæjarfulltrúi Viðreisnar þakkar öllu starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir vinnu sína við fjárhagsáætlunina og samskipti við bæjarfulltrúa.
***
Bókun L-lista:
Bókun bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2021-2024Fjárhagsáætlun er einhver mikilvægasti punktur í starfssemi hvers sveitarfélags. Þar er lagt á ráðin um nýtingu tekjustofna og ráðstöfun skattfjár til hinna fjölmörgu verkefna. Það er að mati Vina Mosfellsbæjar mikilvægt að um fjárhagsáætlun ríki sem viðtækust sátt og leitað sé eftir sjónarmiðum og þátttöku allra bæjarfulltrúa sem fara jú saman með stjórn sveitarfélagsins. Það er ljóst að meirihluti D- og V lista ber ábyrgð á þessari fjárhagsáætlun og pólitískar áherslur í áætluninni eru meirihlutans.
Bæjarfulltrúi L lista Vina Mosfellsbæjar sitjur því hjá við afgreiðslu áætlunarinnar eins og undanfarin ár.
Að lokum eru ítrekaðar þakkir til þeirra fjölmörgu starfsmanna bæjarins sem komu að undirbúningi þessarar fjárhagsáætlunar.
***
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur alla tíð bent á að fjárhagur Mosfellsbæjar sé dapur og á stundum hreinlega í ólestri. Það kemur oft til vegna rangra pólitískra ákvarðanna um árabil. Þar er ekki við almenna embættismenn að sakast. Það er pólitísk ákvörðun að skulda mikið og hafa ekki borð fyrir báru fyrir hið óvænta. Því situr fulltrúi Miðflokksins hjá undir afgreiðslu fjárhagsætlunarinnar fyrir rekstrarárið 2021 þrátt fyrir að þar megi margt gott finna. Þetta byggir hins vegar í grunninn á pólitískri stefnumörkun meirihlutans til margra ára.Það ber að þakka öllum sem standa í framlínunni í bæjarfélaginu, t.a.m í skólastarfi, og hafa staðið vaktina í því ástandi sem ríkt hefur of lengi. Jafnframt ber að standa við bakið á atvinnulífinu og samfélaginu í heild. Til þess þarf að reka fjárhagslega sterkt sveitarfélag.
Það er mikilvægt að ná skuldum sveitarfélagsins í bráð og lengd niður undir 70% til að mögulegt sé að taka á áföllum í framtíðinni og móta stefnu um lægri álögur á íbúa og atvinnulíf. Nú er skuldaviðmiðið komið langt yfir 100% sem er miður.
Vaxtagjöld og verðbætur nema nú um 628 (2020) til 686 milljónum(2021). Þetta stefnir í um 840 (2023) til 862 milljónir (2024) en til samaburðar nam allur fasteignaskattur fyrir árið 2019 um 813 milljónum. Í dag nema heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins um eða yfir 1,3 milljónum á íbúa.
Þakkir eru færðar öllu starfsfólki Mosfellsbæjar sem staðið hafa vaktina.
- 4. desember 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #529
Lög er fram til kynningar fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt.
- 3. desember 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1468
Staðfesting á gjaldskrám og álagning gjalda.
Uppfærðar gjaldskrár 2021 lagðar fram til kynningar. Yfirlit yfir álagningarforsendur fasteignagjalda auk uppfærðra reglna um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega lagðar fram til kynningar.
- 3. desember 2020
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #214
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 25. nóvember 2020
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 fyrir umhverfismál lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd minnir á mikilvægi umhverfismála og umhverfisstefnu Mosfellsbæjar, jafnvel á aðhaldsárum. - 3. desember 2020
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #241
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 25. nóvember 2020
Kynning á drögum að fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundasviðs fyrir 2021.
- 2. desember 2020
Öldungaráð Mosfellsbæjar #20
Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2021 kynnt fyrir öldungaráði.
Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2021 kynnt fyrir öldungaráði.
- 2. desember 2020
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #384
Kynning á fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundasviðs.
Kynning á drögum að fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundasviðs fyrir 2021.
- 1. desember 2020
Menningar- og nýsköpunarnefnd #24
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021 til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 25. nóvember lögð fram.
- 1. desember 2020
Lýðræðis- og mannréttindanefnd #15
Fjárhagsáætlun 2021 lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
- 1. desember 2020
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #300
Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2021 kynnt.
Drög að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2021 lögð fram.
- 25. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #772
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 lögð fram.
Afgreiðsla 1466. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #772
Kynning á vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Skjöl eru í vinnslu og verða send bæjarfulltrúum um leið og þau verða tilbúin.
Afgreiðsla 1465. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #772
Fyrri umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptasviðs, Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri, Pétur Jens Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar til fyrri umræðu á 1466. fundi sínum 19. nóvember 2020. Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar þökkuðu starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir til starfsmanna.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu sem verði 9. desember 2020.
- 19. nóvember 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1466
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 lögð fram.
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 lögð fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem fram fer 25. nóvember nk.
- 12. nóvember 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1465
Kynning á vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Skjöl eru í vinnslu og verða send bæjarfulltrúum um leið og þau verða tilbúin.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri gerðu grein fyrir vinnu við undirbúning að framlagningu fjárhagsáætlunar.
Boðað hefur verið til vinnufundar með bæjarfulltrúum þriðjudaginn 17. nóvember nk. til að kynna tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 sem lögð verður fram á næsta fundi bæjarráðs. Fyrri umræða um frumvarp til fjárhagsáætlunar 2021-2024 verður til umræðu á fundi bæjarstjórnar 25. nóvember nk.
- 11. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #771
Drög að áætlun skatttekna ársins 2021 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1464. fundar bæjarráðs samþykkt á 771. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. nóvember 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1464
Drög að áætlun skatttekna ársins 2021 lögð fram til kynningar.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, fór yfir áætlun skatttekna ársins 2021. Umræður.
- 14. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #769
Drög að áætlun um eignfærðar fjárfestingar lögð fram.
Afgreiðsla 1460. fundar bæjarráðs samþykkt á 769. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. október 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1460
Drög að áætlun um eignfærðar fjárfestingar lögð fram.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, fór yfir drög að áætlun um eignfærðar fjárfestingar. Jafnframt var upplýst um stöðu á vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2021.
- 30. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #768
Drög að áætlun skatttekna 2021 og íbúaspá 2021-2024 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1459. fundar bæjarráðs samþykkt á 768. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. september 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1459
Drög að áætlun skatttekna 2021 og íbúaspá 2021-2024 lögð fram til kynningar.
Drög að áætlun skatttekna ársins 2021 lögð fram til kynningar. Drög að íbúaspá áranna 2021-2024 jafnframt lögð fram til kynningar.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Drög að dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun.
Afgreiðsla 1446. fundar bæjarráðs samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. júní 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1446
Drög að dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hefja vinnu við fjárhagsáætlun 2021-2024 í samræmi við fyrirliggjandi dagskrá.